Goðasteinn - 01.09.1991, Qupperneq 117
Árið 1988: Kristján Ágústsson, Hólmum, formaður, Haraldur
Konráðsson, Búðarhóli, ritari, Ragnar Guðlaugsson, Guðnastöðum,
gjaldkeri.
Árið 1989: Kristján Ágústsson, Hólmum, formaður, Elvar Eyvinds-
son, Skíðbakka, ritari, Ragnar Guðlaugsson, Guðnastöðum, gjaldkeri.
Kristján Ágústsson.
Sauðfjárræktarfélagið „Kvndill”
Hefur starfað með svipuðum hætti og áður, stefnir að frjósemi og best-
um afurðum, betra hrútavali með lambhrútasýningum annað hvort ár á
móti búnaðarfélaginu.
Tveir bændur í félaginu hafa nú um árabil stundað afkæmarannsóknir
á hrútum sínum sem stuðlar að betra kjöti, meiri vöðvum en minni fitu,
sem eflaust samlagast kröfum neytandans.
Félagið hefur eignast rúningsklippur sem leigðar eru til félagsmanna,
einnig hefur félagið endurnýjað vigtir sínar.
í félaginu eru 1987—88 9 menn með 746 ær á skýrslu og fallþunga eft-
ir ásettar ær 24,5 kg.
1988—89 eru félagar 10 með svipaðan fjölda skýrslufærðar ær og fall-
þunga 24,8 eftir ásettar ær.
í stjórn eru nú: Guðlaugur Jónsson, formaður, Rútur Pálsson, gjald-
keri, Ólafur Bjarnason, ritari.
Guðlaugur Jónsson.
Hrossaræktarfélagið
1988: Félagsgirðing í landi Vatnshóls. Stóðhestur var Geisli 1045, var
hann notaður á 10 hryssur. Sóttur aðalfundur Hrossaræktarfélags
Suðurlands. Haldnir nokkrir stjórnarfundir og annast viðhald á girð-
ingu félagsins.
Stjórn félagsins: Formaður Albert Halldórsson, gjaldkeri Eiður
Hilmisson, ritari Viðar Marmundsson.
1989: Starfsemi á árinu með sama sniði og undanfarin ár. Stóðhestur
var Vinur 953, var hann notaður á 22 hryssur. Sama stjórn.
Albert Halldórsson.
Goðasteinn
115