Goðasteinn - 01.09.1991, Page 118
Kirkjustarf
Allt kirkjustarf með sama sniði og undanfarin ár. Formaður kirkju-
kórs Krosskirkju er Guðlaugur Jónsson, organisti Haraldur Júlíusson.
I sóknarnefnd eru: Sigríður Erlendsdóttir formaður, Viðar Marmunds-
son gjaldkeri og Sveinbjörn Benediktsson ritari.
Bændur í sókninni skiptast á um að slá kirkjugarðana.
1988 var kirkjugarðurinn á Krossi allur teiknaður upp, það gerði
Ólafur Guðlaugsson frá Guðnastöðum.
1989 var helmingurinn af kirkjugarðinum á Krossi sléttaður út og síð-
an þökulagður, einnig var skipt um járn á norðurhlið og turni kirkj-
unnar.
Sigríður Erlendsdóttir.
Letifélagið
Starfsemi um afleysingamann sem komið var á hér í sveit haustið 1987,
hefur haldið áfram síðan; þ.e. yftr vetrarmánuðina. Fyrirkomulagið
hefur reynst vel, og er vitað um a.m.k. tvo sambærilega hringi annars
staðar að þessari íyrirmynd.
Stefán Kristjánsson, Ysta-Koti var starfsmaður félagins lyrstu vet-
urna, en Sigurjón Hjaltason, Raftholti, veturinn ’89—’90.
Ólafur Bjarnason, Hildisey hefur verið gjaldkeri frá upphafi starf-
seminnar.
Ólafur Bjarnason.
Kvenfélagið Freyja
Stjórn 1988: Formaður Margrét Högnadóttir, gjaldkeri Kristín
Sigurðardóttir, ritari Gerður Elimarsdóttir.
Starfsemi félagsins 1988.
Tréskurðarnámskeið, tölvunámskeið og 2 félagsmálanámskeið.
Haldin góugleði og boðið heim Kvenfélagi Skeiðahrepps. 2 spilakvöld
í samvinnu við Kvenfélagið Bergþóru. Áramótadansleikur með böggla-
uppboði og vetrarfagnaður. Þegið heimboð Kvenfélagsins Einingar í
Hvolsvelli.
Skólabörnum leiðbeint í félagsvist. í reit fyrir framan íþróttavöllinn
hefur verið úthlutað svæði, svonefndnum barnaskóg þar sem kvenfélag-
116
Goðasteinn