Goðasteinn - 01.09.1991, Page 119
ið gefur hverju skólabarni eina plöntu sem það síðan á að annast og sér
nefnd á vegum félagsins um framkvæmd ásamt börnunum.
Farið í afmælisferð Búnaðarsambands Suðurlands og S.S.K. í Þórs-
mörk. Fjölskylduferð í Galtalæk. Farið í leikhús með Umf. Dagsbrún.
Sýndur leikþáttur á afmælishátíð S.S.K. á Selfossi. Jólaföndur 2 kvöld,
réttarkaffi. Séð um ræstingu á Krosskirkju og Voðmúlastaðakapellu.
Tekið þátt í hátíð til fjáröflunar fyrir Kirkjuhvol. Haldin hlutavelta og
bingó til ágóða fyrir Ljósheima. Dagsferð með aldraða um V-Skafta-
fellssýslu. Séð um fundarkaffi, erfidrykkjur og fl.
Stjórn 1989: Formaður Margrét Högnadóttir, gjaldkeri Kristín
Sigurðardóttir, ritari Hrafnhildur Stephens.
Starfsemi félagsins 1989.
Sýnikennsla í matreiðslu í örbylgjuofnum. Gjaldkera- og tréskurðar-
námskeið. Fjölskylduskemmtun, góugleði, boðið heim Kvenfélögum
Gaulverjabæjarhrepps og Hraungerðishrepps. 2 spilakvöld í samvinnu
við Kvenfélagið Bergþóru. Vetrarfagnaður, þegin heimboð hjá Kven-
félaginu Bergþóru í Ölfusi og Kvenfélagi Skeiðahrepps. Skólabörnum
leiðbeint í félagsvist og gróðursetningu trjáplantna.
Dagsferð með aldraða um Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn og ekið
um Óseyrarbrúna. Fjölskylduferð í Þorsteinslund í Fljótshlíð. Páska-
föndur og jólaföndur. Séð um ræstingu á Vóðmúlastaðakapellu og
Krosskirkju. 1 saumafundur. Séð um haffi í réttum og við ýmis önnur
tækifæri.
Heimsókn á dvalarheimilið Kirkjuhvol og spiluð félagsvist.
Sigríður Erlendsdóttir.
Eining sf.
Eining sf. er sameignafélag stofnað 22. apríl 1989 um rekstur á belta-
gröfu. Lögheimili fyrirtækisins erá Gularási, A-Landeyjum. Aðalstarf-
semi er við framræslu í Austur- og Vestur-Landeyjum en einnig tekur
fyrirtækið að sér hvers konar mokstur sem til fellur í Rangárvallasýslu.
Eigendur eru þeir Ólafur Óskarsson, sem er framkvæmdastjóri, Jón
Guðmundsson, Berjanesi og Björn Óskarsson, Álftarhól.
Olafur Oskarsson.
Goðasteinn
117