Goðasteinn - 01.09.1991, Qupperneq 121
þannig skipuð: Kristinn Jónsson, Sámsstöðum oddviti, Daði Sigurðs-
son, Eggert Pálsson, Guðjón Eggertsson og Ragnhildur Sveinbjarnar-
dóttir.
Félagsstörf:
Kvenfélag Fljótshlíðar varð 65 ára á þessu ári og var haldið upp á
það með hátíðarfundi í Birkihlíð, sumarhúsi félagsins. Fjórar konur
voru gerðar að heiðursfélögum fyrir langt og gifturíkt starf. En þær eru:
Sigurlaug Guðjónsdóttir, Fögruhlíð, Hildur Árnason, V-Sámsstöðum,
Jórunn Þorgeirsdóttir, Stöðlakoti og Katrín Einarsdóttir, Háamúla.
Félagið styrkti ýmsa aðila að venju, svo sem Ljósheima á Selfossi,
Þroskahjálp á Suðurlandi, Kirkjuhvol og fleiri. Kirkjum sveitarinnar
voru gefnir 5 fermingarkyrtlar og þær hreinsaðar fyrir stórhátíðir.
Félagskonur máluðu og dúklögðu eldhús og búr í Goðalandi. Fjöl-
menntu á afmælishátíð S.S.K. og Búnaðarsambands Suðurlands í Þórs-
mörk, fóru í leikhús og „gönguferð fjölskyldunnar” með ungmenna-
félaginu. Þær héldu árlegar samkomur sínar, svo sem góufagnað, 17.
júní-hátíð og jólaskemmtun fyrir börnin. Auk þess voru konur duglegar
við að afla fjár með kaffisölu, basar og fl. Stjórn: Kristín Aradóttir, for-
maður, Neðri-Þverá, Jónína Guðmundsdóttir, Teigi, ritari og Ingibjörg
Halldórsdóttir, Breiðabólstað, gjaldkeri.
Ungmennafélagið Þórsmörk. í byrjun árs var haldinn álfadans og
brenna. íþróttir voru stundaðar og keppendur sendir á mörg mót og
stóðu þeir sig með ágætum. 17. júní hátíðarhöld voru með sama hætti
og áður í samvinnu við kvenfélag og hestamenn.
Á göngudegi íjölskyldunnar var gengið upp að Sauðtúni, en það er
gamalt eyðibýli uppi í heiðinni milli Múlakots og Eyvindarmúla. Félag-
ið plantaði eins og mörg undanfarin ár, 3000 trjáplöntum í reit hreppsins
í Tunguási. Stjórn félagsins: Kristinn Jónsson, Staðarbakka, form.,
Guðbjörg Júlídóttir, Staðarbakka, ritari, Jón Olafsson, gjaldkeri. Með-
stjórnendur: Ingibjörg Sigurðardóttir, Kirkjulæk og Guðmundur
Svavarsson, Fögruhlíð.
Búnaðarfélag Fljótshlíðar starfar á hefðbundinn hátt. Þá á það
nokkur jarðvinnslutæki, háþrýstidælu og álstiga sem það leigir út. Það
sér um árleg þorrablót og var ágóðinn ’88 látinn renna til félagsheimilis-
ins. Á afmælishátíð Búnaðarsambandsins og S.S.K. í Þórsmörk fóru 49
Goðasteinn
119