Goðasteinn - 01.09.1991, Page 122
manns á veguin félagsins. Árlega veitir Búnaðarfélag Fljótshlíðar silfur-
bikar þeim hesti er hæst stendur hverju sinni á sýningu, sem Fljóts-
hlíðardeild Geysis heldur 17. júní. í þetta skipti hlaut Dagfari Eggerts
Pálssonar á Kirkjulæk bikarinn.
I stjórn eru: Arni Jóhannsson, Teigi, form., Kristinn Jónsson, Sáms-
stöðum og Kristinn Jónsson, Staðarbakka.
Nautgriparæktarfélag Fljótshlíðar. 8 mjólkurinnleggjendur skil-
uðu skýrslu. Nythæsta kýr var Droplaug 106 Eggerts á Kirkjulæk með
6096 kg og 250 kg fitu. Einnig varð kúabú hans hæst með 5034 kg á
árskú.
I stjórn: Jón Olafsson, Kirkjulæk, form., Kristinn Jónsson, Staðar-
bakka og Eggert Pálsson Kirkjulæk.
Fjárræktarfélagið Hnífili: Á skýrslum voru 987 ær frá 8 félags-
mönnum. Þær skiluðu 27,8 kg af kjöti eftir á með lambi. Mestar afurðir
voru hjá Eggerti Pálssyni, 30.0 kg eftir 153 ær og Jens Jóhannssyni 29,5
kg eftir 242 ær.
Félagið sá um hrútasýningu. Sýndir voru 34 hrútar og hlutu 25 þeirra
I. verðlaun. Bestur dæmdist Spakur Jens Jóhannssonar í Teigi með 84
stig og annar varð Bjarmi Steinars Magnússonar í Árnagerði með 83
stig.
I stjórn eru: Form. Jens Jóhannssonr, Teigi, Kristinn Jónsson, Staðar-
bakka og Garðar Halldórsson, Lambalæk.
Breiðabólstaðarkirkju bárust stórgjafir á árinu. Ný hurð var smíðuð
fyrir kirkjuna og er hún gerð eins og upphaflega hurðin var. Guðjón
Jónsson, Hvolsvelli gaf hurðina til minningar um konu sína, Lilju Árna-
dóttur, og dóttur þeirra. Smiður var Árni Sigurðsson, Sámsstöðum. Af-
komendur Guðbjargar Gunnarsdóttur og Sigurjóns Þórðarsonar er
bjuggu á Lambalæk gáfu fagran altariskross til minningar um þau. Og
til minningar um Þórunni Jensdóttur frá Árnagerði gáfu Hreggviður
Jónsson, maður hennar, og synir þeirra þrjá ljósakastara. Fleiri góðar
gjafir bárust kirkjunni.
I sóknarnefnd eru: Jón Kristinsson, Lambey, form., Oddgeir
Guðjónsson, Tungu og Anna Guðjónsdóttir, Núpi.
Sóknarnefnd Hlíðarenda: Jón Ólafsson. Kirkjulæk, Daði Sigurðsson,
Barkarstöðum og Ólafur Þorri Gunnarsson, Bollakoti.
Kirkjukór.Fljótshlíðar æfir vikulega mestan hluta ársins og syngur við
120
Goðasteinn