Goðasteinn - 01.09.1991, Side 124
Fjárræktarfélagið „Hnífill”: 1036 ær voru á skýrslum og skiluðu
26,8 kg af kjöti eftir á með lambi. Mestar afurðir fékk Eggert Pálsson
29,2 kg eftir 159 ær og Jens Jóhannsson 28,9 kg eftir 241 á. Hrútasýning
var haldin5/10 '89. Sýndirvoru50hrútaroghlutu 501. verðlaun. Bestur
var dæmdur ..Randver” frá Jens í Teigi með 84 stig. Annar ,,Spakur"
Garðars á Lambalæk með 82,5 stig.
Stjórnin óbreytt frá fyrra ári.
í stjórn Fljótshlíðardeildar Geysis voru 1989 Bjarni Steinarsson,
Arnagerði, deildarstjóri, en Kristinn Jónsson, Staðarbakka og Jens
Jóhannsson, Teigi voru meðstjórnendur.
Stjórnin stóð að grillveilsu á Berjanesfit ásamt Hvolhreppsdeild og
Austur- og Vestur-Landeyjadeildum. Þá var haldin gæðingasýning 17.
júní við Goðaland og var góð þátttaka í henni.
Deildin tók einnig þátt í sameiginlegum útreiðatúr í Þórsmörk, sem
var 40 ára afmælisveisla Hestamannafélagsins Geysis. Þótti sú ferð hin
besta skemmtan.
I deildinni eru 37 félagar.
Nautgriparæktarfélag: 8 bændur skiluðu skýrslum fyrir árið 1989.
Afurðahæsta kýrin var Mána 92 frá Eggerti Pálssyni með 6167 kg mjólk
og 260 kg mjólkurfitu. Nyt eftir skýrslufærða árskú félagsins var 4309
kg og var það í öðru sæti yfir Suðurland. Stjórnin óbreytt.
Umf. Þórsmörk: Starfsemin gekk sinn vanagang hvað snerti sam-
komur og íþróttir. A göngudegi fjölskyldunnar var gengið frá Dalagili
að Kvoslækjará og niður með ánni. Blíðuveður var þennan dag og tóku
nokkrir göngumanna upp á því að fá sér sundsprett í Kvoslækjaránni.
Seinna fóru félagar inn í Þórólfsfell að huga að Mögugilshelli. Reyndist
hann að mestu fullur af sandi. Arleg trjáplöntun fór fram í skógræktar-
girðingu hreppsins. Félagið sá um að einangra loftið í félagsh. Goða-
landi og aðstoðaði kvenfélagið við að mála húsið að utan.
Kvenfélag Fljótshlíðar starfaði af krafti sem áður. Veitti fé til góðra
mála samkvæmt venju, þar á meðal til sjónvarps- og myndbandskaupa
fyrir skólann. Hundrað konurn frá Bandalagi kvenna var boðið í kaffi
og pönnukökur. Farin var dagsferð til Vestmannaeyja. Haldið sauma-
námskeið og föndur fýrir jól. Seld stór grenitré úr reit Kvenfélagsins í
Butruenni. Stjórn: Kristín Aradóttir, Neðri-Þverá, Guðbjörg Júlídóttir,
Staðarbakka og Ingibjörg Halldórsdóttir, Breiðabólstað.
722
Goðasteinn