Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 127
Guðlaug Oddgeirsdóttir og Sigurður Sigurðsson. Stóri-Moshvoll, eig-
endur Sigríður Guðmundsdóttir og Ágúst Ólafsson. Kyndistöð Hita-
veitu Rangæinga.
Skólastarf var hefðbundið. Skólastjóri Hvolsskóla, en þar eru fyrstu
6 bekkir grunnskólans, var Gísli Kristjánsson. Skólastjóri Gagnfræða-
skólans, þriggja efstu bekkja grunnskólans, var Guðjón Árnason. Gagn-
fræðaskólinn er rekinn í samvinnu við nágrannasveitarfélög, en slík
samvinna er á mörgum sviðum og gefst vel.
Félagslíf var mikið í hreppnum og mörg félög starfandi svo sem: Ung-
mennafélagið Baldur. I stjórn þess voru 1988 Sigrún Ágústsdóttir for-
maður, Kári Rafn Sigurjónsson varaformaður, Gróa Ingólfsdóttir gjald-
keri, Sölvi Rafn Rafnsson ritari, Ástvaldur Óli Ágústsson meðstjórn-
andi. Stjórn 1989: Árni Þorgilsson formaður, Kári Rafn Sigurjónsson
varaformaður, Sölvi Rafn Rafnsson ritari, Gróa Ingólfsdóttir gjaldkeri,
Ástvaldur Óli Ágústsson meðstjórnandi.
Kvenfélagið Eining. I stjórn voru bæði árin Brynja Bergsveinsdóttir
formaður, Sigríður Magnúsdóttir ritari og Inga Kristín Sveinsdóttir
gjaldkeri.
Búnaðarfélag Hvolhrepps. Stjórnina skipuðu Markús Runólfsson for-
maður, Guðmundur Magnússon og Einar Valmundsson.
Björgunarsveitin Dagrenning. Stjórn 1988 var þannig: Guðmundur
Magnússon formaður, Hermann Einarsson varaformaður, Einar
Magnússon gjaldkeri, Arndís Sveinsdóttir ritari og meðstjórnendur
Guðlaugur Friðþjófsson og Böðvar Bjarnason. Stjórn 1989 var óbreytt
nema Sæmundur Bjarnason kemur inn sem meðstjórnandi og Guðlaug-
ur Friðþjófsson og Böðvar Bjarnason verða varamenn.
Hvolhreppingar eru aðilar að félögum og klúbbum er hafa starfsvæði
sitt víðar um sýsluna. Má þar nefna Kiwanisklúbbinn Dímon, Bridge-
félag Hvolsvallar og nágrennis, Rotaryklúbb Rangæinga, I.T.C. o.fl.
Leikfélag Rangæinga hefur aðsetur sitt á Hvolsvelli. Það starfar af
miklum krafti og setti upp ,,Síldin kemur og síldin fer” veturinn 1988—
1989 og ,,Deleríum búbonis” 1989—1990. Ingunn Jensdóttir leikstýrði
báðum verkunum. Aðsókn var mikil og undirtektir mjög góðar.
Hvolhreppingar líta bjartsýnir fram á veginn og hafa bæði getu og
vilja til að nýta sér þá möguleika er bjóðast hér. Enda er mannlífið gott.
Goðasteinn
125