Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 128
Sigurbjartur Guðjónsson:
Djúpárhreppur
Annáll 1988 og 1989
„Mér er orðið stirt um stef, og stílvopn laust í höndum” kvað Bólu-
Hjálmar. Það sækir að mér líkt og Hjálmari, að það sem ég reiði fram,
verði léttvægt fundið. Og hvernig er þetta á tölvuöld. Er ekki þjóðráð
að setjast við skjáinn, og láta tölvuna um að framreiða atburðina og
hætta gamaldags stússi við annálaskrif? Því segi ég þetta, að þegar ég
lít til baka, reynist mér erfitt að finna mishæðir á akri minninganna, því
með straumi tímans berst svo margt, að fátt eitt sest að í vitundinni.
Sem betur fer, eru engin hrakföll til að segja frá, og að flestu gengur
lífið hér sinn vanagang, en þó ekki með öllu. Lítum á misgengið.
Verslun Friðriks Friðrikssonar var hér með mjög vel látinn alhliða
rekstur í hálfa öld, en var þá breytt í Friðrik Friðriksson hf. sem var í
eigu velflestra bænda í Þykkvabæ. Þetta fyrirtæki hefir nú gengið sitt
skeið til enda. Sláturhús og önnur hús tengd slátrun og kjötiðnaði,
keypti hlutafélagið Þríhyrningur, og rekur þar slátrun og kjötiðnað.
Verslunarhúsin voru leigð út, og var þar rekin smásöluverslun um skeið,
en þeim rekstri var hætt í árslok 1989. Er þar með lokið 62ja ára sögu
verslunar í Þykkvabæ, í.þ.m. í bráð.
Þessi framvinda mála er sannarlega óskemmtileg. Er ömurlegt til þess
að vita, að á tímum góðrar almennrar menntunar, skuli stór hluti þess
fólks, sem leysti af fólkið sem bjó að brjóstvitinu, vera haldið einhverri
pest, sem veldur því að það er ekki vandanum vaxið.
Ekki fer hjá því, að mörgum þykir sjónarsviptir að versluninni, og
varla er það gróðavegur að aka í verslanir um langvegu, en bensínsalar
hagnast.
126
Goðasteinn