Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 129
Pökkunarstöð Þykkvabæjar hf. hætti rekstri og seldi hlutafélaginu
Agæti í Reykjavík vélbúnað allan og tæki, og rekur Ágæti hf. nú pökk-
unarstöð í Reykjavík. Verslun með kartöflur hefir tekið örum breyting-
um nú síðustu ár, eftir að Grænmetisverslun landbúnaðarins var lögð
niður. Henni voru á sínum tíma ekki alltaf vandaðar kveðjurnar, en það
sannaðist hér, að enginn veit hvað átt hefir, fyrr en misst hefur, því að
á umliðnum árurn hafa bæði framleiðendur og neytendur beðið stórtjón
af þeim hrærigraut, sem til varð, þegar samtök um sölumál leystust upp.
Öll er þessi saga sýnishorn af því hvernig fer, þegar menn kunna ekki
með frelsi að fara. Hlutur neytenda er þó betri en framleiðenda, þar sem
nú eru boðnar þvegnar kartöflur, og oftar dreift í verslanir, en það styttir
tímann sem varan býr við aðbúð sem rýrir gæði hennar. Ræktendur búa
við stöðuga ásókn innfluttra kvilla, - sumra illvígra, - en fleiri sem hafa
áhrif á útlit kartöflunnar, en virðast ekki endilega rýra bragðgæði. Þetta
er afar erfitt viðfangs, þar sem neytendur (velflestir), metaávöxtinn eftir
hýðinu.
Þegar litið er yfir annála í Goðasteini yfir árið 1987, ber hátt einróma
lof um tíðarfarið. Árin 1988 og 1989 hafa máske ekki aflað sér eins há-
stemmdra ummæla, en ekkert oflof finnst mér bera tíðarfari þeirra vel
söguna.
Þó kvikfjárrækt sé ekki burðarás í búskap í hreppnum, ber ekki á
öðru, en hingað séu keypt öll ný tæki til heyöflunar, og sama er að segja
um kartöfluræktina, þar hefir ný tækni komið til, á þann veg, að upp er
skorið í svokallaða stórsekki, en þeir taka 500 kg., og öll meðferð þeirra
að sjálfsögðu vélvædd, bæði á akri og í geymslum. Er þá að baki að
mestu sá þrældómur, sem meðferð 50 kg. sekkja var.
Við samanburð við áður áminnstan annál, kernur í ljós, að tala búfjár,
uppskera garðávaxta og heyfengur, er nánast sama tala frá ári til árs, en
það er ekki lengur hægt að tala um, að nú sé „slegið út, og borðhækk-
að.” Það virðist sem sé vera haldið í horfinu.
Mannfjöldi í hreppnum hefir lækkað um 6 frá árinu 1987.
Félagslegur þáttur mannlífs hefir látið ásjá hér, sem annars staðar.
Munar þar verulega um lokun verslunar hér, því þar hittist fólk æði oft,
og í sama húsnæði var banki og póstur, svo erindin voru af ýmsum toga.
Fólk virðist ekki sækja viðlíka og áður ánægju í heimsóknir. Sjónvarpið
fyllir það rúm.
Goðasteinn
127