Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 131
Guðbjörn Jónsson,
Framnesi:
Asahreppur
Annáll 1988—1990
Veðurfar:
Þegar litið er yfir atburði sveitarinnar umrætt tímabil, verður efst í
huga, eins og þegar góðir grannar hittast, veðráttan og áhrif hennar á
afkomu okkar, því það er margslungið og síbreytilegt, getur oft skipt
sköpum milli sveita og jafnvel bæja.
Árið 1988 byrjaði fremur kalt. Þann 6. janúar féll fyrsti vetrarsnjór-
inn, veturinn allur snjóléttur, en hálka mikil í janúar. Með maí og fram
á sauðburð, gerði rigninga- og hrakviðarsama tíð. Ur því hlýnaði og
grasspretta var góð, nýttist vel, hey mikil og vel verkuð, sérlega mild
tíð í nóvember og desember að jólum.
1989 heilsaði janúar með umhleypingum, frost og miklar úrkomur
með köflum. 5. febr. gerði NV-hvassviðri með blindöskubyl, eins og
hann verstur getur orðið, sem var upphaf að nær tveggja og hálfs mánaða
samfelldum snjó með skafrenningi og smáblotum, sem aðeins voru til
að festa hann og hlaða upp. Sumarið kom fremur seint, en vegna hag-
stæðrar tíðar, einkum í ágúst, var heyfengur mjög góður, en heldur
minni að vöxtum. Kartöfluuppskera léleg.
Árið 1990. Eins og í fyrra eða 4. febr. gerði öskubyl, sem var byrjun
að tíðum byljum og skafrenningi til aprílloka, fylgdu þeim miklir sam-
gönguerfiðleikar. Skurðir og lautir slétt af snjó og girðingar víða á kafi.
Fénaður einkum hross gengu yfir allt. Umhirðulaus hross urðu víða til
erfiðleika og jafnvel leiðinda. Með maí breytti til hægviðris og hlýjinda.
Mjög góð tíð um sauðburð og fram í júní. Gerði þá mikla þurrka, svo
dró úr sprettu, þannig að sá þurrkur nýttist misjafnlega til heyskapar.
Með hundadögum dró verulega til vætu þó aldrei væru stórrigningar. En
hjá þeim sem tekið hafa rúllubaggaverkun í þjónustu sína er hægt að
Goðasteinn 129
9