Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 132
bjarga miklu meira magni í stuttum þurrkum. Að loknum hundadögum,
þegar vonin um alvöruþurrk var á allra vörum, gerði svo að segja sam-
felldan rignarkafla fram í september. Um 20. sept. gerði góðan þurrk
í nokkra daga, sem bjargaði miklu og komu þar með góð heyskaparlok.
Síðan gott haust. Dásamleg tíð í nóvember og fram að jólum. Jólin heils-
uðu með hægri N-átt og jólasnjó, hélst góðveður en fremur kalt fram
á nýár. Úrkomudagar á árinu 136 og að auki skafrenningur 16 daga.
Fólk og fénaður:
íbúar í Ásahreppi voru 1. des. sl. 158 en 1. des. 1989 166, fækkar milli
ára um 8. Lögbýlisjarðir 36, þar af ekki búið á 5. Þá eru í sveitinni 16
sumarbústaðir. Framtalinn fénaður 1990 var 770 nautgripir. Sauðfé 3.760.
Hross 1.085. Hænsni 10.825. Minkurog refur625. Heyfengur 33.957 m3,
umreiknaðí fóðureiningar 2.220.815 fe. Ef litiðerátölur frá 1980 kemur
í ljós að nautgripir eru þá 748. Hefur fjölgað um 22 gripi. Ástæður fyrir
því að nú er sett meira á af kálfum til kjötframleiðslu. Aftur á móti var
sauðfé 5.223 kindur, hefur fækkað verulega eða um 1.463 kindur.
Hrossum hefur stórfjölgað eða um 363 hross. Verulegur samdráttur hef-
ur orðið í hænsnarækt, voru 1980 110.825 hænur og holdakjúklingar.
Gyltur þá 120, eru 55 færri nú.
Fénaðarhöld þessi ár hafa verið áfallalítil, nema eðlileg vanhöld á
ýmsan hátt. Framleiðslutakmarkanir setja sinn svip á mjólkur og kjöt-
framleiðslu. Þó mjólkurframleiðsla sé nú orðin í nokkru jafnvægi við
markaðinn, er svo aftur mjög misskipt milli framleiðenda að margir eru
með það lítinn fullvirðisrétt að erfitt er að láta enda ná saman og veita
sér þau lífsþægindi sem nútíma þjóðfélag gerir kröfur til. Hér í sveit eru
13 mjólkurframleiðendur sem árið 1988 seldu til M.B.F. 889.547 1 en
1990 949.828 1, aukning því orðið 60.281 1. Aftur eru dekkri horfur í
sauðfjárrækt vegna samdráttar í kindakjötssölu og viðhorfi stjórnvalda
sem ekki finna aðra leið út úr því, en að stórfækka sauðfé, sem vitanlega
þýðir mikla breytingu á búsetu. Þá hefur orðið stórfelld grisjun í loð-
dýraræktinni þar sem þrjú af fímm loðdýrabúum í sveitinni hafa hætt.
Það þýðir að um leið flytjast í burtu þrjár fjölskyldur. Er það rnikil fækk-
un í litlu samfélagi. Sárt að sjá á bak ungu, bjartsýnu og lífsglöðu fólki,
fullu af áhuga að takast á við framtíðarverkefni, til styrktar sveitinni,
efna-, félags- og menningarlega. Jafnframt fylgir að lýrirtækið ,,Slétt-
130
Goðasteinn