Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 133
feldur” sem stofnað var við skinnaverkunina á Sléttalandi hefur lagst af
og þar með töpuð vinna fyrir tug manna í um það bil þrjá mánuði. Þar
að auki standa nýjar byggingar úr varanlegu efni og vel frágengnar auðar
og tómarað flatarmáli um 4.400 m2. Einhvern tímahefði forfeðrum okk-
ar þótt miklum verðmætum sóað.
í apríl 1989 komu boð frá landbúnaðarráðherra að fram skyldi fara
talning á öllu búfé. Var þetta framkvæmt af forðagæslumönnum undir
stjórn hreppstjóra, sem skyldi vera óhagvanur, eftir valdboði og bless-
unaróskum sýslumanns á bak og brjóst.
Vegamál:
I vegamálum hafa engin stórtíðindi gerst. aðeins Sumarliðabæjarveg-
ur hefur verið lagfærður, hækkaður og borið ofaní. Undanfarna snjóa-
vetra hefur ástand vega víða um sveitina reynst okkur erfitt. Heyrst hafa
háværar raddir og sterklega til orða tekið, að svona geti þetta ekki geng-
ið, eitthvað þurfi að fara að gera í þeim efnum. En virðist gleymt um
leið og snjórinn er bráðnaður. Það er ekkert óeðlilegt þó 60 ára gamlir
vegir, lagðir upphaflega af vanefnum með handverkfærum og við allt
aðra umferð og þjóðfélagshætti, séu dýrir í rekstri og erfiðir yfirferðar
þegar ,,ofan gefur snjó á snjó” og samfelldur renningur sé dögum, vik-
um og jafnvel mánuðum saman. Það er sannarlega tími til komin að við
förum að snúast til sóknar, ýta og styðja við bakið á forystumönnum
sveitarinnar í baráttu við stjórnvöld vegamála, að fara að gera eitthvað
raunhæft með framtíðarsýn í huga. Því seint munu stjórnvöld færa okk-
ur þetta á silfurfati orðalaust.
Við þurfum sem hindrunarminnst að koma framleiðslu okkar á mark-
að, rekstar- og lífsnauðsynjum heim. Það þarf að koma börnum í skóla,
póst viljum við fá reglulega, fólk þarf að komast í og úr vinnu, svona
mætti lengi telja. Vegakerfið í þessari sveit er nokkuð frábrugðið því
sem er í nágrannasveitum. Að ekki skuli vera kominn vegur gegnum
sveitina, eða vegur milli vega, þurfum þess vegna í sumum tilfellum að
aka 4—5 sinnum lengri leið til granna okkar. Fyrir 34 árum var grafið
fyrir vegi frá Ásmundarstöðum um Ás og austur í Vetleifsholtshverfi.
Þá átti maður bjartar æskuvonir og framtíðarsýn að þarna mundi verða
ekið á fulikomnum vegi eftir áratug. Síðan henti það slys að þær fram-
kvæmdir voru stoppaðar af og ekkert varð meir úr þeirri vegagerð.
Goðasteinn
131