Goðasteinn - 01.09.1991, Qupperneq 134
Félags og menningarmál:
Hvað félagslíf snertir mun kvenfélagið ..Framtíðin” vera starfsamast
á því sviði um þessar mundir, ýmist eitt sér eða í samvinnu við kvenfé-
lögin milli Þjórsár og Rangár. Fastir liðir í starfsemi kvenfélagsins eru
jólatrésskemmtanir, vetrarfagnaður, staðið fyrir námskeiðum í félags-
málum og föndri, tvisvar hefur snyrtistofan ,,Gyðjan” komið að As-
garði, þar sem félagskonur og fleiri hafa notið hand og fótsnyrtingar.
Árlega farið að Lundi til að gleðja vistfólkið á ýmsan hátt. Farið þangað
með ýmsan jólaglaðning. Með í för hefur verið Grétar Geirsson með
harmonikuna, leikið fyrir fólkið fágaða og sígilda tónlist, sem skapað
hefur hressan ,,humor,” bros og birtu. Þá hefur það gefið að Lundi öll
bindin ,,Sunnlenskarbyggðir“jafnóðumogþærhafakomiðút. 1988gaf
félagið 'á hluta í hátalarakerfi að Laugalandi, einnig fermingarkyrtla í
Kálfholtskirkju og 19.500 kr. til Ljósheima. Tók þátt í þjóðbúninganám-
skeiði S.S.K. Einnig í 60 ára afmælishátíð S.S.K. og 80 ára afmæli Bún-
aðarsambands Suðurlands í Þórsmörk 29. júní. 1989 gaf það 30.000 kr.
til líknarmála. Sameiginlega skemmtun heldu kvenfélögin að Lauga-
landi til styrktar hjúkrunardeild Lundar og afhentu 1. milj. til þeirra
framkvæmda. Þá barst kvenfél. Ásahrepps að gjöf 100.000 kr. sem Ei-
ríkur Guðjónsson ánafnaði því eftir sinn dag. - 1990 gefinn hlutur í sírita
til Sjúkrahúss Suðurlands. 24. nóv bauð kvenfélagið ,,Unnur” á Rang-
árvöllum þessum kvenfélögum heim ásamt Hvolhreppi og Fljótshlíð. 2.
júlí var dvalargestum á Lundi og öðrum ellilífeyrisþegum í Hellulæknis-
héraði boðið í ferðalag um uppsveitir Árnessýslu, vel heppnuð og vel
undirbúin ferð. Tóku þátt í þjóðarátaki gegn krabbameini. Formaður er
Steinunn Sveinsdóttir, Kastalabrekku.
Starfsemi U.M.F. Ásahrepps, má fremur teljast í öldudal, miðað við
það sem var. Áratugum saman stóð það fyrir lifandi skemmtanalífi. Hélt
mörg söngnámskeið með mikilli þátttöku, æfði leikrit, fór árlega í
skemmtiferðir oft með mikilli þátttöku, smíðanámskeið hefur það hald-
ið, nokkur dans og félagsmálanámskeið, aðstoðað við byggingu skrúð-
garða á nokkrum bæjum og fleira mætti telja. Ennþá heldur það uppi
hjónaballi eftir áramótin. Svo er alltaf eitthvað lagfært í félagsheimilinu
Ásgarði. 1988 voru talsverðar lagfæringar innanhúss, meðal annars mál-
að að hluta, allt unnið í sjálfboðavinnu. Stærsta átakið var 1990 að sett
var rafmagnskynding í húsið og miklar endurbætur á raflögn. Þetta hef-
132
Goðasteinn