Goðasteinn - 01.09.1991, Side 135
ur kallað á mikla fjármuni, en möguleikar til að afla þeirra eru takmark-
aðir, á skattpíning hins opinbera stóran þátt í því að lama niður
félagsstarf fámennra áhugamannahópa. A seinni árum hefur félagið tek-
ið upp þá starfsemi að kenna unglingum ásetu og umgengni við hesta
og standa fyrir kappreiðum. 1989 barst félaginu að gjöf 100.000 kr. sem
Eiríkur Guðjónsson ánafnaði því eftir sinn dag. Nú stendur félagið á
merkum tímamótum. Það varð 80 ára 21. jan. 1991. Formaður er Egill
Sigurðsson, Berustöðum.
Árlega hefur Harmonikufélag Rangæinga heimsótt okkur að Ásgarði,
flutt okkur ljúfa og lifándi dagskrá í tali og tónum. Þar hafa Áshrepping-
ar lagt til góðan liðskost. Þar fer saman fórnarvilji og gleði til félagslegs
þroska, sem veitir áheyrendum unum og uppörvun. Við óskum þeim
blessunar og velgengni um ókomin ár. Formaður er Sigrún Bjarnadóttir,
Hellu.
Ekki hefur saumaklúbburinn - hinn nafnlausi - látið deigan síga. Þær
hafa haldið venjulegum hætti, komið saman hálfsmánaðarlega, þegar
veður og ófærð hafa ekki hamlað. Þar hafa hagar hendur skilað af sér
mörgum fallegum, velunnum munum og lagt fram góðar hugmyndir í
málefnum daglegs lífs. Þann 5. júní 1990 tóku þær sig upp, buðu körlum
sínum með og fóru skemmtiferð útí Viðey, skoðuðu sig þar um og nutu
fyrirgreiðslu og blessunarorða staðarhaldara, komu við í Grasagarðin-
um í Laugardal, óku um aðalleiðir höfuðstaðarins. Síðan haldið til Þor-
lákshafnar, yfir Oseyrarbrú, gegnum Eyrarbakka og Stokkseyri og um
Flóann. Komu heim hlaðnar orku, bjartsýni og krafti að takast á við
vandamál búskaparins og líðandi stundar. Formann ekki hægt að nafn-
greina, hefur aldrei verið kosinn.
Ferðaklúbburinn „Víðförli” hefur haldið því uppi að fara einn útreið-
artúr á ári. Allt frá eins dags ferð upp í viku. Þátttakendur frá 17—30
manns með 60—80 hesta. 1989 farinn Þykkvabæjarhringur. 1989 Ein-
hyrningur á Fljótshlíðarafrétti, í Réttanes og heim niður Land. 1990
Þórsmerkurför.
I Þórsmerkurgöngu „Útivistar” á vordögum 1990 var gengið hér yfir
þvera sveit í tveimur áföngum. 10. júní var 50—60 manna hópur ferjaður
yfir Þjórsá á gamla ferjustaðnum á Sandhólaferju, eftir skemmtilega
samverustund á Ferjuhamri, gekk það gömlu þjóðleiðina austur að
Hrútsvatni meðfram því, eftir svo nefndri Ásbrú, yfir Ásengjar að
Goðasteinn
133