Goðasteinn - 01.09.1991, Side 137
frágangur úti við. Næsti áfángi er svo bygging sundlaugar. Til að ýta á
eftir og vekja áhuga á laugarbyggingunni héldu ungmennafél. og kven-
fél. á starfsvæði Laugalandsskóla veglega og fjölbreytta skemmtun þann
28. apríl 1990, sem gaf af sér verulega fjárhæð. Ur Ásahreppi eru 19
börn í Laugalandsskóla, en 5 í Fjölbrautaskólanum á Selfossi.
Þann 26. maí 1990 fóru fram hreppsnefndarkosningar. Ölvir Karls-
son, oddviti í Þjórsártúni lét af störfum eftir eigin ósk. í hans stað var
kosin Sigríður Sveinsdóttir, Ásmundarstöðum. Er hún fyrsta kona sem
tekur sæti í hreppsnefnd Ásahrepps. Oddviti er Jónas Jónsson, bóndi
Kálfholti. Aðrir í hreppsnefnd eru: Sveinn Tyrfingsson bóndi Lækjar-
túni, Björn Guðjónsson bóndi Syðri-Hömrum og Þórhallur Steinsson
hreppstjóri Sumarliðabæ. Við bjóðum Sigríði velkomna til starfa og
einnig nýkjörinn oddvita. Þá skal Ölvi Karlssyni sem á að baki 36 ára
starf í hreppsnefndinni, þar af oddviti í 32 ár, þakkað fyrir trausta for-
ystu og fórnfúst starf í félags-, þjóðar- og sveitamálum. Sem með hygg-
indum og hógværð, með festu og alvöru, beið færis, leitaði lags og
leiða, við koma umdeildum málum hreppsins í örugga höfn.
Hlunnindi:
Hjónin í Lækjartúni hafa haldið uppi ferðaþjónustu í Versölum í
Stóraveri á Holtamannaafrétti frá árinu 1989, þar sem er sífellt vaxandi
umferð. Þar rnunu hafa haft viðkomu á síðastliðnu sumri hátt í 15 þús.
manns. Þar gistu á sjötta hundrað. Þar seldust um 20.000 1 af beinsíni
og svipað magn af dieselolíu, auk annarrar þjónustu við ferðamenn. Á
einumdegi höfðu 15 rútur viðkomu í Versölum auk smábíla, svoafþessu
sést að þörf er á þessari þjónustu. Þarna er góður húsakostur og aðstaða
góð til hvíldar og afslöppunar, eftir langa keyrslu milli byggða.
Á undanförnum árum hafa veiðiréttareigendur stundað talsverða neta-
veiði í virkjunarlónum á félagssvæði Veiðifélags Holtamannaafréttar.
Um er að ræða: Sultartangalón, Hrauneyjarlón og Sigöldulón. Einnig
hefur verið stunduð nokkur stangaveiði í Köldukvísl og Þórisvatni. Á
þessu veiðisvæði veiddust eftir veiðiskýrslum 1.718 fiskar árið 1988. Þar
af í Köldlukvís 3400 fiskar, veiddir á stöng. Þeir stærstu um 8 pund.
1989 veiðast 1.495 fiskar og 1990 er aflinn 317 fiskar. Þar af 51 úr Þóris-
vatni á stöng. Mestur er aflinn úr Sultartangalóni 1.830 fiskar. Á Kvísl-
arveitum var veitt í net rúmlega 2 tonn af fiski, eingöngu urriði, eru þeir
Goðasteinn
135