Goðasteinn - 01.09.1991, Page 138
stærstu um 8 pund. Stangarveiði gengur ekki vel í Kvíslarveitum, fisk-
urinn hefur nóg æti og tekur því illa á stöng. í Kvíslarveitum er eingöngu
um sleppiseiði að ræða. Þar var seiðum sleppt fyrst 1985. Þar hefur ein-
göngu verið sleppt urriðaseiðunt. Hugmyndin er að fara að byggja veiði-
hús við Þórisvatn.
Þá hafa 2 bændur í Asahreppi og þriðji aðili úr Reykjavík verið að
rækta upp silung í Þúfuvötnum og Þverölduvatni á Holtamannaafrétti,
um 10 ára skeið. Hafa þeir flest árin látið urriðaseiði í vötnin, með góð-
um árangri. Þarna er um netaveiði að ræða, tekur illa á stöng. Hefur
veiði verið góð seinni árin og fiskurinn allt upp í 7 pund.
Fimm jarðir eiga veiðirétt í Þjórsá. Veiði alltaf einhver. en misjöfn
milli bæja. Eitthvað látið af seiðum í hana úr fiskiræktarstöðinni við
Fellsntúla.
Þegar Arni bóndi í Króki hætti við hefðbundinn búskap hóf hann
fiskirækt við Lækjarbotna. Keypti af Framleiðnisjóði fiskeldisstöðina
..Vatnaguir sem nú heitir Eldisstöðin Króki h.f. Þar var komið hús með
nokkrum seiðaeldiskerjum, sem hann byggði aðstöðu við og bætti við
kerjum, einnig hefur hann kornið upp útikerjum og sjálfrennandi vatni
í þau. Hann hefur borað þarna eftir 30 st. heitu vatni með um 50 sek.
lítra rennsli. Stöðin er nú að verða full af fiski allt frá örsmáum seiðunt
og upp í fallegan matfisk. Þessi stöð á að geta framleitt um 150 tonn á
ári að verðmæti yfir 50 milj. Að öllu jöfnu vinna þarna 2 menn, en í við-
lögum fleiri, ásamt fjölskyldunni. Þarna eru áætluð 4xh ársverk. Hann
hefur unnið þarna af miklum krafti við að bæta og hagræða. Hann hefur
eins og fleiri í þessari grein orðið að klífa þrítugan hamarinn í baráttu
við peningavöld og fleiri aðila sem inní slík fyrirtæki grípa. Vonandi að
mestu erfiðleikarnir séu að baki, fari að sjá starf skila arði og bjartari
tímar í sjónmáli.
Skógrækt og skrautjurtir:
A þessum árum hefur nokkuð verið gert að því að gróðursetja trjá-
plöntur á bæjum. svo sem með heimreiðum og á afgirtum blettum,
einnig nokkuð um skipulagða skrúðgarða. með margbreytilegum, lit-
ríkum, fjölærum, sumarblómum og trjárunnum til skjóls og auganynd-
is. Stærsta átak af einstaklings hálfu er skógræktarátak Eiríks heitins
Guðjónssonar í Asi. Árið 1983 girti hann um 2 ha. land spölkorn frá
136
Goðasteinn