Goðasteinn - 01.09.1991, Side 139
bænum og byrjaði þá að gróðursetja fyrstu plönturnar. Þarna eru komn-
ar þroskamiklar aspir allt að 3 m. háar, auk annarra tegunda. Þarna
gróðursetti hann á hverju sumri til 1988 að hann féll snögglega frá.
Þarna er enn nokkurt land óplantað í. Þá er annar blettur heima við bæ-
inn, sem hann lagði mikla vinnu og alúð í. Enda er þar þegar orðinn
fallegur skógarlundur. Vcl hirtur, sönn bæjarprýði.
Fyrir tæpum 40 árum eða 1952 var stofnað Skógræktarfélag Ása-
hrepps, aðalhvatamaður að því var Guðjón Jónsson, bóndi í Ási. Voru
girtiraf um 4 ha. lands norðan í ásnum fram af Sléttalandi í Áshólslandi.
Fyrstu 2 árin voru gróðursettar þar 3 þús trjáplönturog síðan öðru hvoru
bætt við það. Þarna er orðinn fagur skógarreitur, þroskamiklar, bein-
vaxnar hríslur finnast þar 6—8 m háar sem blasa vel við öllum, sem um
Suðurlandsveg fara af Selsandi.
Kálfholtskirkja:
I lokin skulum við leiða hugann að litlu kirkjunni okkar, sem stendur
í hógværð. látleysi og hreinleika á gömlum helgum grunni Kálfholts-
staðar, þaðan hefur hljómað fagnaðarerindi Krists og lifandi orð Guðs
um 10 aldir. Hún var endurbyggð frá grunni fyrir 12 árum, því gamla
kirkjan var að falli komin. Þetta var töluvert átak fyrir fámennan söfnuð,
en um þetta skapaðist góð samstaða. Þá var lögð fram mikil gjafavinna,
miklar peningagjaftr bæði frá heimamönnum og burt fluttum sveitung-
um. Einnig lagði hreppssjóður fram umtalsverða upphæð til byggingar-
innar. Ýmsir kirkjumunir bárust frá félögum og einstaklingum. Meðal
annars gáfu systkinin frá Ásmúla nýtt og vandað orgel til minningar um
foreldra sína Jón Jónsson og Olöfu Guðmundsdóttur. Einnig ljósakross
á turn kirkjunnar. til minningar um hjónin frá Seli Guðmund Jóhanns-
son og Sesselju Vigfúsdóttur, frá börnum þeirra og barnabörnum. Nú
eigum við kirkjuna skuldlausa. Eigum dálítinn varasjóð sem hægt er að
grípa til ef eitthvað þarf að lagfæra eða framkvæma. Við eigum traustan
kjarna í safnaðarstarfinu. Ber þar hæst það starf sem kirkjukórinn legg-
ur á sig ásamt organista. Kirkjuhaldari, sóknarnefndarformaður og
hringjari er Jónas Jónsson bóndi Kálfholti. Organisti er Grétar Geirs-
son, bóndi Áshól. Prestur er séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Safnaðar-
fulltrúi er Sveinn Tyrfingsson bóndi Lækjartúni.
Goðasteinn
137