Goðasteinn - 01.09.1991, Page 145
Sr. Halldór Gunnarsson,
Holtsprestakall:
Dánarminningar 1988—89
Katrín Auðunsdóttir
Syðri-Hól
Katrín var fædd 12. apríl 1901, dóttir Auðuns Auðunssonar bónda í
Efri-Hól og konu hans Þorbjargar Einarsdóttur frá Stóru-Mörk, fyrsta
barn þeirra, sem urðu alls ellefu. Að vera elst í svo stórum systkinahópi
kallaði á mikla ábyrgðartilfinningu og hana fór Katrín aldrei á mis við
í lífinu, iðjusemi og fórnfýsi urðu hennar einkunnir í lífinu. Af góðri
forsjá var búið í Efri-Hól og heimilið var jafnan veitandi, aldrei þiggj-
andi. Katrín fór ung að heiman, átti vistir ágóðum heimilum í sveit sinni
og síðar í Vestmannaeyjum. Þar kynntist hún 1927 Guðmundi Kristjáns-
syni frá Fáskrúðsfirði og giftist honum ári síðar, á lokadaginn 11. maí,
1928. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum í tvö ár og þar fæddist dóttir þeirra,
Auðbjörg. Árið 1930 fluttu þau að Efri-Hól og bjuggu þar í 15 ár í sam-
býli við foreldra Katrínar og systkini. Þar fæddist yngri dóttirin,
Guðrún. Öll þessi ár höfðu þau eyðibýlið Syðri-Hól til nytja að hálfu.
Bústofn var lítill, Guðmundur sótti á sumum árstímum vinnu út frá
heimili en Katrín sinnti búfénað af þeirri natni og umhyggju sem henni
var svo vel lagið.
Árið 1942 hófu þau hjón að byggja sér hús frá grunni í Syðri-Hól og
breyttu eyðibóli í snyrtilegt býli. Naut þar við áræðni beggja, dugs og
kjarks og óbrigðullar samheldni fjölskyldunnar allrar. Katrín var verk-
hög kona og henni var einstök snyrtimennska í blóð borin, vinfesti henn-
ar og tryggð brást aldrei þar sem henni var á annað borð tekið. Alltaf
var jafn notalegt að koma á heimili þeirra hjóna þar sem heilsað var með
Goðasteinn
143