Goðasteinn - 01.09.1991, Page 146
mildum hlátri, fögnuði og hlýju. Ævislitogýmisáfölláheilsutóku sinn
skammt af þreki en meðfædd iðjusemi skiidi aldrei við þessa ágætu
konu. Á ellidögum var löngum unað við að fella af prjónum sokka og
útprjónaða vettlinga handa vinum og ættingjum.
Katrín missti mann sinn árið 1977 og rúmu ári síðar Auðbjörgu dóttur
sína. Þetta var þungbær reynsla en áfram var elliskjólið hjá dóttur og
tengdasyni í Syðra-Hól. Fósturdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, sýndi henni
jafnframt mikla umhyggju.
Katrín andaðist á heimili sínu 18. janúar 1988. Utför hennar fór fram
frá Ásólfsskálakirkju þann 23. janúar.
S
Kjartan Olafsson
frá Skálakoti
Kjartan var fæddur í Skálakoti 24. maí 1916, sonur Ólafs Eiríkssonar
bónda þar og konu hans, Guðrúnar Nikólínu Snorradóttur. Ólafur var
ættaður úr Vestur-Skaftafellssýslu, Nikólína úr Fljótshlíð. Þau hjón
eignuðust 7 börn og var Kjartan sá þriðji í aldursröð. Ungur byrjaði
hann að taka þátt í bústörfum, hagur og iðjusamur, vandist snemma við
að slá með orfi og beit vel við sláttinn. Til Vestmannaeyja fór hann ferm-
ingarár sitt, var þar fyrst við bústörf fyrir ofan Hraun. En hugurinn leit-
aði út á sjóinn, sjómannsstarfið heillaði hann, þetta að takast á við nátt-
úruna, standa rismiklar öldur, verða veiðimaður. Margar urðu vertíðir
hans í Vestmannaeyjum. Hann var þar eftirsóttur sjómaður og skipaði
rúm sitt með mikilli prýði í fangbrögðum við Ægi. Aðrar bestu stundir
sínar átti hann á æskustöðvum, í fjallferðum á haustin og í ýmsu félags-
starfi hjá Ungmennafélaginu Trausta. Mörg leikrit voru færð upp á þeim
árum og Kjartan átti þar mörg eftirminnileg hlutverk. Söngmaður var
hann góður og er það kynfylgja í ætt hans. Á tímabili var haldið uppi
karlakór af miklum áhuga og fögur bassarödd Kjartans þar er enn mörg-
um minnistæð. Þá var og gaman að taka lagið í góðra vina hópi. Volk
ævinnar varð Kjartani oft erfitt en vinir hans geyma minninguna um
144
Goðasteinn