Goðasteinn - 01.09.1991, Page 147
hann sem góðan félaga og fórnfúsan og dugmikinn mann í öllum störf-
Hann bjó á annan áratug með Ingibjörgu heitinni Þorsteinsdóttur frá
Vestmannaeyjum og áttu þau heimili í Reykjavík. Nær 30 ár gekk
Kjartan ekki heill til skógar. Hann lést á Landsspítalanum í Reykjavík
eftir stutta dvöl á sjúkrahúsi 15. janúar 1988. Útför hans fór fram frá
Asólfsskálakirkju þann 23. janúar.
Andrés Auðunsson
Efri-Hól
Andrés var fæddur 30. nóv. 1907, sonur Auðuns Auðunssonar bónda
í Efri-Hól og konu hans Þorbjargar Einarsdóttur, fimmta barn þeirra af
ellefu sem upp komust. í veganesti út í lífið fékk hann verkhyggni og
atorku og þá reglu að bregðast í engu í því sem honum var til trúað.
Traustur maður og góður drengur kvaddi með honum samfélag byggðar.
Ungur að aldri fór hann úr föðurgarði til Vestmannaeyja þar sem hann
lærði til sjós, eins og þá var altítt um unga Eyfellinga og þar lauk hann
vélstjóranámi. Hann hafði yndi af sjómannsstarfi hvort heldur var á tog-
ara eða síldarbát á sumrum og öllum skipstjórum þótti mikill fengur að
fá Andrés til starfa. A dekki var hann líkt og tvíefldur í starfi, mikil og
erfið vinna var honum gleðiauki. Á þessum árum eignaðist hann dóttur,
Sigríði, með Helgu Sigurjónsdóttur.
Bróðir Andrésar, Jón, drukknaði í sjóslysi með Vestmannaeyjabát
1942, skömmu seinna andaðist faðir þeirra. Eftir það hagaði Andrés svo
störfum að koma heim á sumrum og vinna að bústörfum. Annar bróðir,
Sigurður, andaðist 1947 og þá fann Andrés sig knúinn til að setjast að
búi heima með systkinum sínum og móður. Andrés var kominn heim og
heimilinu var vel borgið með forsjá hans. Öllum þótti gott með honum
að vera, hann var einlægur og hjartahlýr við alla sem hann átti að skipta
og gleði hans var að gera öðrum greiða. Sem bóndi var hann snyrti-
menni og vel var um búfénað hirt. Tún voru færð út og ný hús reist frá
grunni. Hagleikur Andrésar kom fram með ýmsum hætti, hann var
Goðasteinn
145
10