Goðasteinn - 01.09.1991, Page 148
mjög fær múrari og ófá voru handtök hans við viðgerðir véla og bíla.
Um mörg ár var hann sandaformaður, sá síðasti í byggðinni. Áhöld voru
með landtöku í síðustu sjóferð en allt gekk að óskum og viss tregi fylgdi
orðum Andrésar er hann sagði: „Þetta verður síðasta sjóferðin mín.”
Fjallkóngur var Andrés í nokkur ár og naut sín vel í þeim ferðum.
Heimilinu innan stokks stjórnaði systir hans María af mikilli prýði.
Bróðir hans, Einar, átti þar og mörg ár heimili og leysti margra vanda
með hagleik sínum. Systursonur, Björn Auðunn Jóhannsson, ólst upp
hjá þeim systkinum að öllu leyti. Einar andaðist 1972 og María 1986.
Andrés andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands eftir þriggja mánaða legu 5.
júní 1988. Utför hans fór fram frá Ásólfsskálakirkju þann 11. júní.
Sigurjón Guðjónsson
Efri-Holtum
Sigurjón var fæddur 6. sept. 1903, elstur 11 systkina. Átta þeirra risu
á legg. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bóndi í Syðri-Kvíhólma og
kona hans, Steinunn Sigurðardóttir, bæði orðlögð lyrir dugnað og fagra
umsýslu á búi, jafnt innan bæjar sem utan. Fyrirmynd þeirra mótaði
Sigurjón ungan. Hann fór ungur á vertíð til Vestmannaeyja og nær ár-
lega upp frá því í 30 ár.
Hann giftist 1934 Guðbjörgu Jónsdóttur frá Ásólfsskála. Þau byrjuðu
búskap í Syðri-Kvíhólma í sambýli við foreldra Sigurjóns en í eigin
íbúð. Sigurjón vann þá oft utan heimilis en Guðbjörg sá borgið heimili
og búfénaði. í Syðri-Kvíhólma fæddust börn þeirra, Jón, Unnur Jóna
og Kristbjörg.
Árið 1946 losnaði nágrannabýlið Efri-Holt úr ábúð. Sigurjón og
Guðbjörg réðust þá í það stórræði að kaupa þar jörð og hús og fluttu
þangað um fardaga. Þar var brátt tekið til hendinni við að rækta og
byggja upp og í höndum þeirra hjóna varð býlið fagurt og lífvænlegt. Að
þessu studdi frábær umhirða alls búfénaðar. Öll störf voru unnin af
vandvirkni sem var til fyrirmyndar. Fyrstu árin var enn vinna stunduð
utan heimilis. Sigurjón var flokksstjóri hjá Vegagerð ríkisisns, vann hjá
146
Goðasteinn