Goðasteinn - 01.09.1991, Page 149
Sláturfélagi Suðurlands um mörg haust og var hvarvetna vel metinn
starfsmaður. Með þessum hætti, dugnaði eiginkonu og dyggri hjálp
barna var heimilinu í Efri-Holtum vel borgið og það skipaði rúm sitt
með sóma í sveitinni. Þau hjón, Sigurjðn og Guðbjörg, höfðu yndi af
því að taka á móti gestum og þau voru vinmörg. Sigurjón fylgdist vel
með samferðafólki sínu og gladdist yfir öllu sem vel gekk. Hann var
sáttur við hlutskipti sitt, öfundaði engan og hallmælti engum, orðvar og
gætinn.
Dætur þeirra hjóna stofnuðu heimili og fluttu brott en sonur þeirra,
Jón, skildi aldrei við þau. Þau mættu því áfalli að íbúðarhús þeirra brann
1979 en brátt var sest að í öðru betra þar sem ellikvöldinu var eytt.
Guðbjörg andaðist 10. okt. 1987 og Sigurjón beið lausnar sinnar, sjúkl-
ingur síðustu árin. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands 22. júlí 1988.
Utför hans fór fram frá Ásólfsskálakirkju þann 30. sama mánaðar.
Markús Jónsson
Borgareyrum
Markús var fæddur 6. mars 1905 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, sonur
hjónanna Jóns Ingvarssonar frá Neðra-Dal og Bóelar Erlendsdóttur frá
Hlíðarenda, þriðji í röð 6 systkina. Foreldrar hans höfðu áður búið í
Neðra-Dal en á öðru ári Markúsar fluttu þau að Borgareyrum og hófu
búskap þar. Ungur fékk hann brjósthimnubólgu. Hann varð snemma
verkhagur og það samfara tæpri heilsu leiddi hann þá brátt inn á svið
smíða. Innan við fermingu gerði hann upp hnakk föður síns og smíðaði
fyrstu skeifurnar. Þessi æskuiðja varð upphaf að lífsstarfi hans sem hann
varð síðar fullnuma meistari í.
Markús stofnaði heimili sitt í Borgareyrum árið 1929 með Sigríði
Magnúsdóttur frá Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum. í byrjun var
heimilið raunar aðeins eitt herbergi og bústofninn var ekki stór en með
þrautseigju og dugnaði þeirra beggja, sem var tengt því að elska og iðjá,
urðu dagarnir gjöfúlir. Þau eignuðust þessi börn: Hulda (d. 1987),
Goðasteinn
147