Goðasteinn - 01.09.1991, Page 150
Hrefna, Magnús, Eygló, Erla, Ester (d. 5 ára 1945), Grímur, Ester,
Þorsteinn og Erna.
Markús sá fyrir heimili sínu að mestu með söðlasmíði af yndi og alúð,
allt var jafn vandað, virki. saumur, ólar, teknar úr sterkasta hluta húða
og reyndar skorið fríhendis svo að ekki varð betur gjört. Söðul smíðaði
hann konu sinni sem er að gerð og saumi listaverk. Við skeifnasmíði
náði hann því sem aðeins er á færi bestu skeifnasmiða, að slá skeifuna
til í einni hitu. Húsgögn á heimili sitt smíðaði hann flest sjálfur. Með
árum varð hann fullnuma í söðlasmíði, járnsmíði og trésmíði.
Það var ekki fyrr en 1950 sem Markús tók við jörðinni eftir fbreldra
sína og keypti þá helming hennar. Með hjálp barna sinna og eiginkonu
stóð hann að búskap og endurbyggði hús. Fagnandi tók hann á móti gest-
um, leiddi þá á verkstæði sitt, sýndi verk sem að var unnið, las þeim ljóð
eða söng og spilaði á harmoniku sína. Sjálfur var hann liðtækt ljóðskáld.
Ætíð var hátíð er gesti bar að garði.
Markús var lengi umboðsmaður Brunabótafélags íslands og fréttarit-
ari Morgunblaðsins. Hann var lengi áhugasamur ungmennafélagi og
söng í kirkjukór sóknar sinnar.
Arin liðu, börnin fluttu smátt og smátt að heiman, öll nema Þorsteinn,
sem tók við búi 1973. Mörg sumarbörn dvöldu sumar eftir sumar í
Borgareyrum, síðar barnabörn og öll voru þau leidd inn í ævintýri
í vinnustofu söðlasmiðsins þar sem fróðleik og skemmtun var miðlað.
Markús varð í raun aldrei gamall maður og hann dó frá starfinu, að
kvöldi síðasta vinnudags þann 28. júlí 1988. Útför hans fór fram frá
Stóra-Dalskirkju þann 6. ágúst.
Kristín Guðmundsdóttir
Fitjarmýri
Kristín fæddist í Móakoti í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu 8. október
1896, elsta dóttir hjónanna Guðrúnar Sigurðardóttur frá Hjörsey á Mýr-
148
Goðasteinn