Goðasteinn - 01.09.1991, Side 153
teiknaði hann, hannaði og steypti. Það var síðasta snilliverk hans ásamt
efri hæðinni og glaður var hann er hann opnaði ungu fjölskyldunni þar
fullgerða íbúð sem bar vandvirkni hans, þrautseigju og þolinmæði vitni.
Gestrisni mikil ríkti á heimili Björns og Kristínar og minnast þess
margir. Fram á síðasta dag vann Björn heimili sínu. Hann andaðist þar
7. okt. 1988. Útför hans fór fram frá Stóra-Dalskirkju þann 15. október.
Bárður Magnússon
frá Steinum
Bárður fæddist 10. október 1911, sonur Magnúsar Tómassonar bónda
í Steinum og konu hans Elínar Bárðardóttur ljósmóður. Heimilið lá um
þjóðbraut þvera, mannmargt og afar gestkvæmt. Börnin lærðu af for-
eldrum sínum að taka á móti gestum, veita og gefa, ætíð reiðubúin til
hjálpar og þess að vera öllum vel. Að þeirri mótun bjó Bárður alla ævi.
Hann fór ungur til vers í Vestmannaeyjum og sótti um mörg ár sjó á vél-
bátum og togurum. Unnið var þá í bú foreldra með þeirri gleði að vera
fullorðinn maður er treyst var til verka og sótt eftir til verka. Þessi gleði
gagnvart óunnu verki og hverju starfi er beið fylgdi honum alla ævi, kom
fram í brosi hans er hann var beðinn um starf eða greiða, líkt og sá er
bað væri að gera honum sjálfum greiðann.
Bárður giftist 5. júlí 1941 eftirlifandi konu sinni, Önnu Sigurgeirsdótt-
ur frá Hlíð. Þar áttu þau hcimili fyrstu tvö árin, bjuggu síðan í Berjanes-
koti í 12 ár og þaðan af 30 ár í Steinum. Börn þeirra voru Ólöf, andvana
fæddur drengur, Sigurgeir og Magnús.
Árin liðu við gleði vinnunnar hjá Bárði og Önnu og þeirri hamingju
að þau áttu hvort annað, börn, ættingja og vini. Hamingja þeirra var
krýnd gagnkvæmum kærleika, virðingu og tillitssemi.
Bárður var ekki margorður. Orð hans voru miklu oftar viðmót hans,
hjálpsemi, handtak eða brosið sem maður gleymir ekki. Gott þótti
mönnum að fylgja honum í hömrum við að ná úr svelti, þar kunni hann
nærri því ekkert að óttast. Enginn var honum fremri í því að hlaða upp
veggi og gera upp hús. Hreinskilni og heiðarleiki einkenndu líf hans.
Goðasteinn
151