Goðasteinn - 01.09.1991, Page 154
Enginn var glaðari að loknu góðu verki hvort heldur var að bjarga kind
úr lítt kleifum hömrum, kálfi eða lambi í fæðingu eða að hafa hlaðið
staðfastan, fagran vegg á húsi.
Börn Bárðar og Önnu stofnuðu eigin heimili og þar kom að þau
brugðu búi og keyptu íbúðarhús að Norðurgarði 13 í Hvolsvelli. Bárður
flutti dráttarvélina sína með sér og hirti enn um búfénað að vetri, hann
sagði ekki skilið við bóndann. Hann andaðist á Landsspítalanum í
Reykjavík 13. mars 1989 eftir sex vikna legu og harða sjúkdómsraun. Út-
för hans fór fram frá Eyvindarhólakirkju þann 18. mars.
Anna Ingigerður
Hermundsdóttir
Strönd
Hún fæddist 25. maí 1921 foreldrum sínum, hjónunum Guðrúnu Jóns-
dóttur frá Strönd og Hermundi Einarssyni frá Berjanesi, þriðja í hópi
íjögurra systkina og eins hálfbróður. Á Strönd hefur sama ætt setið að
búi frá því snemma á 17. öld. Jörðin er mikil að víðáttu en var votlend
mjög, nú gerbreytt við þurrkun lands. Heimilisfólkið allt tókst á við
breytingar í búháttum nýs tíma. Inga, eins og hún var kölluð, varð
snemma góður fulltrúi nýja tímans. Hún var ákveðin og hispurslaus,
sagði það sem í huganum bjó og rökstuddi vel. Ung lærði hún snyrti-
mennsku og reglusemi sem hafði fylgt heimilinu kynslóð eftir kynslóð.
Utan heimilis vann hún mörg ár vor og haust en tók hendinni til heima
um sláttinn. Á góðum þurrkdögum má segja að hrífan hafi vart sést í
höndum hennar, svo hratt gekk hún að heyverkum og störfum yfirleitt
svo gustaði af. Síðar var hún oft við starf matráðskonu, lengst hjá Slátur-
félagi Suðurlands á Hellu haust eftir haust.
Inga eignaðist tvo syni, Herbert Núma Borgþórsson og Jón Gunnar
Karlsson. Þeir urðu dýrmætasta eign hennar, sem hún lagði allt af mörk-
unum íyrir, alla umönnun sína og ást. Þeir nutu þess að alast upp hjá
ömmu og afa á Strönd sem litu á þá sem sína eigin syni. I því góða um-
hverfi ólust þeir upp, tókust ungir á við bústörfin með hug og hönd. For-
eldrar Ingu dóu upp úr 1960 og eftir það bjó hún á jörðinni móti hálf-
152
Goðasteinn