Goðasteinn - 01.09.1991, Page 155
bróður sínum Halldóri Elíassyni. Heima á Strönd undi hún hag sínum
best. Þar tók hún á móti gestum, vinum og ættingjum, hrókur alls fagn-
aðar á góðum stundum, spurði frétta og sagði álit sitt á málum.
Hún hafði yndi af félagsstörfum, var einn stofnenda Kvenfélagsins
Bergþóru og vann því af krafti og ósérhlífni. Einna mest yndi hafði hún
af söng, alltaf tilbúin að taka lagið. Hún söng í kirkjukór Akureyjarsókn-
ar. Söngfélagar hennar og aðrir muna glöggt fagra og háa sópranrödd
hennar og gleði hennar í söngnum og því samfélagi sem fylgdi honum.
Eldri sonur Ingu, Númi, flutti að heiman, fyrst til Englands og síðar
til Bandaríkjanna. Upp úr 1980 tók Gunnar við búi móður sinnar og
Halldórs frænda. Um líkt leyti fékk Inga fyrstu boð þess kalls sem hún
hefur nú orðið að hlýða. í hvert sinn sem hún þurfti að leita á sjúkrahús
til lækninga var það heimkoman að Strönd sem skipti mestu máli. I byrj-
un mars 1989 fór hún síðustu ferðina á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi
þar sem hún lést þann 14. sama mánaðar. Útfór hennar fór fram frá
Akureyjarkirkju þann 1. apríl.
Eggert Brandsson
frá Önundarhorni
Eggert var fæddur á Önundarhorni 19. febrúar 1906, sonur Brands
Ingimundarsonar bónda þar og konu hans, Jóhönnu Jónsdóttur frá Hlíð
í Skaftártungu af ætt Bjarna Pálssonar landlæknis. Brandur var af göml-
um og grónum ættum í Rangárþingi. Bæði voru þau hjón frjálshuga og
vel gefin og Eggert sonur þeirra bar blæ þess alla tíð. Ungur vandist
hann við verk á sjó og landi og varð snemma hlutgengur til allra starfa.
Fyrstu kynni hans af sjónum voru í róðrum úr Miðbælisvörum en síðan
lá leiðin til Vestmannaeyja, líkt og hjá öðrum æskumönnum sveitar-
innar.
Arið 1933 tók Eggert við búskap á Önundarhorni með konu sinni
Elísabet Brynjólfsdóttur frá Úlfsstöðum í Landeyjum, listfengri og vel
gerðri. Hún átti þá eina dóttur, Stefaníu Guðmundsdóttur. Við tóku ár
Goðasteinn
153