Goðasteinn - 01.09.1991, Page 157
Séra Páll Pálsson,
Bergþórshvolsprestakall:
s
Arsæll Jóhannsson
Ljótarstöðum í Austur-Landeyjum
Hann var fæddur að Móeiðarhvolshjáleigu hinn 1. apríl árið 1909.
Voru foreldrar hans Ingunn Björnsdóttir frá Hólakoti, Austur-Eyjafjöll-
um og Jóhann Jónsson frá Strandarhöfði í Vestur-Landeyjum. Börn
Ingunnar og Jóhanns urðu fjögur og var Arsæll næst yngstur. Af þeim
er nú Margrét ein á lífi og býr í Reykjavík. I 12 ár var þessi fjölskylda
í Móeiðarhvolshjáleigu, en árið 1916 fluttist Ingunn með Ársæl að Krók-
túni. þar sem hún gerðist vinnukona. Voru þau þar í fáein ár, en síðar
lá leið þeirra að Móeiðarhvoli til Skúla og Ástríðar Thorarensen og var
Ingunn vinnukona þar. Er ekki mjög langt síðan Ástríður lést. Árið 1923
fóru svo Ingunn og Ársæll að Hemlu og voru þar til 1934, en þá var flust
að Kirkjulandi.
Árið 1934 þann 21. maí kvæntist Ársæll Pálínu Aðalbjörgu Pálsdótt-
ur, sem löngum kenndi sig við Álfhólahjáleigu, þótt í Fíflholtshverfinu
væri fædd og lengst af annars staðar búsett. Giftingarárið hófu þau
Ársæll og Aðalbjörg búskap á Kirkjulandi og voru þar til vorsins 1943,
en þá var flust að Ljótarstöðum. Bjuggu þau þar svo síðan og áttu þar
síðast heimili. Þrjú urðu börnin þeirra: Páll, Ingi og Ásta. Fæddust þau
raunar öll á Kirkjulandi. - Föður sinn missti Ársæll 1947 og móður sína
1959.
Aðalbúskapur Ársæls og Aðalbjargar var á Ljótarstöðum. Um eða
upp úr 1960 fluttust þau Ásta og Ingi til Reykjavíkur, en Páll hefur mikið
til verið á Ljótarstöðum. Aðalbjörg lést 27. október 1983 og eftir það bjó
Ársæll áfram á Ljótarstöðum ásamt Páli syni sínum. Undir það síðasta
hrakaði heilsu Ársæls mjög og andaðist hann í Landspítalanum í
Reykjavík 8. febrúar 1988, 78 ára að aldri.
Búskapurinn á Ljótarstöðum var af meðal stærð og hinn hefðbundni
blandaði búskapur. Jörðin er ríkisjörð, en öll húsin þar reisti Ársæll.
Godasteinn
155