Goðasteinn - 01.09.1991, Page 158
Hjónaband hans og Aðalbjargar var gott og farsælt. Ársæll var þægileg-
ur í umgengni og heimakær, trúr og samviskusamur.
Hér fyrr á árum fór Ársæll á veturna í útver til Vestmannaeyja. Þar
var hann aðgerðarmaður, en var ekki á sjónum. Á sínum yngri árum var
Ársæll mikið í hestamennsku og stundaði þá mikið tamningar. Kirkjuna
sína rækti hann ásamt konu sinni, en hún var einn af stofnendum kirkju-
kórsins (í Krosssókn). Ársæll var skapríkur, en tamdi sér hógværa fram-
komu. Menn kunnu vel að meta vináttu þeirra hjóna. Ársæll var hagur
smiður einkum á járn. Og á árum áður smíðaði hann mikið til búskapar-
ins eins og t.d. ístöð og sitthvað fleira. Töluverð mannlýsing á honum
er sú, að hann hélt í heiðri hinar fornu dyggðir. Hann var friðsamur, létt-
ur í lund og hjálpsamur. Ársæll var vel gefinn og sérstæður persónu-
leiki, jákvæður og kærleiksríkur.
Þorvaldur Guðmundsson
Oddakoti í Austur-Landeyjum
Hann var fæddur hinn 14. desember árið 1906 í Sigluvík í Vestur-
Landeyjum. Foreldrar hans voru Guðmundur Hildibrandsson og kona
hans Sigríður Erlendsdóttir, sem þá bjuggu í Sigluvík. Eignuðust þau
hjónin 13 börn og eru nú þrjú þeirra systkina á lífi: Helgi á Akranesi,
Elín í Reykjavík og Sigurbjörg á Seltjarnarnesi. Þegar Þorvaldur var 6
vikna gamall, var honum komið í fóstur að Berjanesi í Vestur-Landeyj-
um og ólst hann þar upp. Fósturforeldrarnir voru Jólín Jónsdóttir og
Einar Hildibrandsson. Þorvaldur var bróðursonur Einars.
Þorvaldur kvæntist Ástu Kristínu Jóhannsdóttur þann 29. mars árið
1947, en hún var frá Efri-Vatnahjáleigu, sem nú nefnist Svanavatn. Var
hjónaband þeirra gott og farsælt í árin 40. Ásta lést 15. júlí 1987. Um
það leyti rifjaði Þorvaldur það upp að á giftingardeginum þeirra hófst
Heklugos eftir 102 ára hlé.
Börn Þorvaldar og Ástu eru 3: Þráinn sem býr í Oddakoti kvæntur
Kristínu Sigurðardóttur. Kristín sem býr í Reykjavík gift Sigurði Þórð-
arsyni. Og Jóhanna sem býr á Selfossi gift Sigga Gíslasyni.
Þorvaldur og Ásta hófu búskap sinn á Uxahrygg á Rangárvöllum árið
156
Goðasteinn