Goðasteinn - 01.09.1991, Page 161
Hallvarðssonar og kona hans Bóel Erlendsdóttir frá Hlíðarenda í Fljóts-
hlíð.
Jón Ingvarsson og Bóel Erlendsdóttir eignuðust 5 börn, en citt dó
ungt. Urðu þau því fjögur sem náðu fullorðins aldri og af þeim var
Guðmundur elstur. Nú eru tvær systur á lífi: Isleif Ingibjörg og Sigríður.
Frá Neðra Dal fór Guðmundur að Hlíðarenda og þaðan að Borgareyr-
um 1907 og þar var hann svo til 1938.
Arið 1938 fluttist Guðmundur að Vorsabæ og árinu síðar kvæntist
hann Jónínu Jónsdóttur, er þar átti heima. En atvik lífsins geta verið með
ýmsum hætti og bar útfarardag Guðmundar upp á gullbrúðkaupsdaginn
þeirra.
Þau Jónína og Guðmundur eignuðust átta börn. Þau misstu dreng á
4. árinu, en börnin sem upp komust eru: Jón, Guðrún, Bóel, Sjöfn,
Erlendur, Jarþrúður og Björgvin.
I Vorsabæ bjó svo Guðmundur allt til ársins 1980 og var með hinn
hefðbundna búskap. Hann átti góða hesta, en hafði mestu ánægjuna af
fjárbúskapnum. Margt dreif á dagana og alls var Guðmundur um 20 ver-
tíðir í Vestmannaeyjum, þar af eina eftir að hann kom í Vorsabæ. Barna-
börn Guðmundar og Jónínu eru 24 og barnabarnabörnin 6 (árið 1989).
Guðmundur andaðist í Landspítalanum 16. janúar 1989, þá nýlega
orðinn 85 ára gamall.
Guðmundur í Vorsabæ lifði fátæktartíma, krepputíma og uppgangs-
tíma þjóðarinnar. Orðunum hans var alltaf hægt að treysta enda hafði
hann heiðarleikann að leiðarljósi. Hann sóttist aldrei eftir hinum svo-
kölluðu feitu bitum í þjóðlífinu og fór fallega í gegn um lífið, þegar öðr-
um hentaði að böðlast áfram eða eins og Markús bróðir hans sagði eitt
sinn í sínum fleygu orðum:
Sumir tigna tölt og skeið
með tæran blæ í fangi.
Aðrir laumast ævileið
á yfirgangi.
Eitt sinn kom upp skæður taugaveikifaraldur í Vestmannaeyjum og lá
Guðmundur þar í 6 vikur í veikinni og var vart hugað líf. En svo eftirsótt-
ur til starfa og vel látinn var hann, að honum var þrátt fyrir langa veik-
indafjarveru greitt allt vorvertíðarkaupið, sem um hafði verið samið. í
Goðasteinn
159