Goðasteinn - 01.09.1991, Page 162
annað skipti varð sá atburður í Eyjum, að Guðmundur bjargaði lífi
þriggja barna, er sváfu í herbergi, þar sem logaði á biluðum olíulampa.
Var allt að fyllast af reyk og börnin orðin aðframkomin af reykeitrun,
þegar hann náði þeim. Nú er þetta fullorðið fólk.
Guðmundur var eftirsóttur fylgdarmaður ferðamanna og hét uppá-
haldsvatnahesturinn hans Stígandi. Guðmundur fór yfir 100 ferðir með
ferðamenn á hestum í Þórsmörk. Og um sína miklu ferðagiptu sagði
hann eitt sinn: ,,Guð var alltaf með mér og ég var bara töluvert trúaður.”
Hann var vel að sér í Islendingasögunum, las og kunni mikið af kvæð-
um gömlu þjóðskáldanna og talaði frábært og rétt mál.
Hér áður fyrr var hann póstur í Austur-Landeyjum og á Hólmabæj-
um. Var’ þá oftast farið á hestum enda yfir mikinn vatnagang og marga
kelduna að fara. En í góðu færi að vetrinum fór Guðmundur þessar ferð-
ir oft gangandi enda frár á fæti. Bar hann þá oft 60 pund og síðast var
kaupið fyrir hverja ferð komið í 12 krónur gamlar. Loks er stórfljótin
Þverá og Markarfljót voru brúuð fylgdist vatnamaðurinn auðvitað vel
með og kunni utan að kjarnann úr ræðum allra framámannanna. Þriggja
ára mundi hann eftir sér á Hlíðarenda, þegar afi hans var að steypa jóla-
kertin í strokk og hengdi þau upp á hrífusköft.
1969—75 greip Guðmundur í að vinna fyrir Þjóðminjasafn íslands t.d.
á Keldum og Stöng. I tómstundum síðustu ára gerði hann litla torfbæi
til þess að hafa sem skraut í húsagörðum og sjást þeir orðið í öllum
landsfjórðungum. Hann hafði mjúka og fallega bassarödd og söng í
kirkjukórnum í 16—17 ár.
Kunnir garpar og náfrændur Guðmundar voru í Mýrdalnum eins og
t.d. Hallgrímurá Felli og Sveinn á Reyni. Guðmundur naut þess að hitta
þá og margan annan Skaftfellinginn enda hið gestrisna heimili
Guðmundar í Vorsabæ þá í þjóðbraut. Eitt sinn sagði Guðmundur við
mig um Skaftfellingana: ,,Þegar þeir voruá ferð, komu þeir eins og hval-
reki. Þetta voru björgulegir karlar. Og þótt ég sé feiminn og óframfær-
inn, sat ég alltaf um að tala við menn, sem fræðandi var að hlusta á og
tala við.”
Útför Guðmundar var gerð frá Vöðmúlastaðakapellu 28. janúar 1989.
160
Goðcisteinn