Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 163
Óskar Ólafsson
á Álftarhóli í Austur-Landeyjum
Hann var fæddur hinn 19. júní árið 1911 í Mið-Mörk í Vestur-Eyja-
fjallahreppi. Foreldrar Oskars voru Olafur Halldórsson frá Rauðafelli
og kona hans Sigurbjörg Árnadóttir frá Mið-Mörk. Eignuðust þau hjón
12 börn og var Oskar þeirra elstur. Hin eru: Jónína sem býr í Reykjavík,
Olafía í Reykjavík, Júlía í Reykjavík, Kristín í Reykjavík, Björgvin í
Reykjavík, Unnur íKópavogi, Rósa íKeflavík, Ágúst á Stóra-Moshvoli,
Engilbert er lengi bjó í Bandaríkjunum en var sestur að í Kópavogi og
lést fyrir nokkru, og svo Laufey og Katrín, sem báðar eru búsettar í
Bandaríkjunum.
Oskar var ársgamall, er hann fluttist 1912 með foreldrum sínum að
Álftarhóli og þar átti hann heima síðan. Faðir hans andaðist 1963 og
móðir hans 1975.
Oskar hlaut barnaskólanám á Ljótarstöðum í 4 vetur alls og var þá um
að ræða tvo mánuði á vetri, en þannig störfuðu þá t.d. farskólar þess
tíma í sveitum landsins, þegar kennt var í tvo mánuði á einum stað og
aðra tvo á öðrum.
Óskar varð snemma sjálfstæður maður og stofnaði t.d. eigin við-
skiptareikning við Kaupfélag Hallgeirseyjar 1921 eða aðeins 10 ára
gamall. Hann varð snemma vinnusamur og fór fljótlega að vinna að
heiman, fyrst að Bergþórshvoli hjá séra Jóni Skagan (1927) og hjá
Sæmundi á Lágafelli (1928) og á vertíðum í Vestmannaeyjum 1929—53,
er hann tók við búskap á Álftarhóli. Fór mikið orð af því, hve laginn
hann þótti að beita og greiða línur.
Hann vann um skeið við smíðar og viðgerðir á flestum ef ekki öllum
bæjum síns sveitarfélags og mótaðist það allt af trúmennsku, vandvirkni
og samviskusemi.
Árið 1951 kynntist hann Ölmu Ernu fæddri Wulf frá Þýskalandi, en
hún réðist kaupakona að Álftarhóli og giftust þau 29. júlí árið eftir. Þeim
varð 9 barna auðið og barnabörnin eru komin talsvert á annan tuginn.
Goðasteinn
161