Goðasteinn - 01.09.1991, Page 164
En börnin níu eru: Erna á Stöðvarfirði, Ólafur á Gularási, Óskar í Vest-
mannaeyjum, Páll í Þorlákshöfn, Björn er býr á Alftarhóli, Ardís á
Stöðvarfirði og síðan koma Atli, Halldór og Ari, allir á Alftarhóli.
Aldursmunur Óskars og Ölmu þar sem hann var 22 árum eldri, skipti
aldrei máli og voru þau ntjög samhent. Óskar var glaðsinna og gestris-
inn, ræðinn og fróður. Vel að sér í íslensku rnáli og hlaut fyrir það þakkir
og viðurkenningu ,,Orðabókarmanna,” er sáu um þáttinn Islenskt mál
í Ríkisútvarpinu. Skatttaframtöl Óskars og bókhald var ntjög til fyrir-
myndar, allt í röð og reglu. Hann átti merkilegt peningasafn og frí-
merkjasafn. Snyrtilegur var hann íöllum sínum búskapog vart.d. göml-
um vinnuvélum haldið svo vel við, að þær litu alltaf út sem nýjar. Allt
hjá Óskari var ekta og hégómatildur forðaðist hann enda sá hann vel í
gegn unt allt slíkt og undi glaður sínu hlutskipti. Þegar hann heyrði fólk,
sem allt lék í lyndi hjá, kveina og kvarta vegna þess hvað því gengi illa
í lífinu og hetði ekki fengið það sem því bar, varð honum oft að orði:
,,Það hefur nú alveg láðst að segja mér hvað mér bar í lífinu!”
Óskar hafði rnikla ánægju af ferðalögum bæði innan lands og utan og
alþjóðamálið esperantó talaði hann og skrifaði. Hann tók próf í því árið
1941 og hlaut 1. ágætis einkunn.
Óskar Ólafsson andaðist snögglega að heimili sínu þann 28. septem-
ber 1989, 78 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Krosskirkju 7. október.
María Helgadóttir
Vatnshóli í Austur-Landeyjum
Hún var fædd að Skeri við Patreksfjörð hinn 9. júní árið 1895. Voru
foreldrar hennar Helgi Einarsson og kona hans Þuríður Magnúsdóttir.
Systkini Maríu urðu fjögur, en eru nú öll látin. Innan við 6 ára fluttist
María með foreldrum sínum í Patreksfjarðarkauptún og var þar í tvö ár.
Átta ára missti hún móður sína og ólst upp eftir það hjá móðursystur
sinni, lengst af í Vestur-Botni við Patreksfjörð. Þar var hún til 21 árs ald-
urs, er leiðin lá að nýju í kauptúnið samnefnda, sem reyndar var þorp
um aldamótin. Til Reykjavíkur fluttist hún svo 29 ára gömul. Vann hún
162
Goðasteinn