Goðasteinn - 01.09.1991, Page 166
Þóroddsdóttir, bæði eyfellskrar ættar. Eignuðust þau hjón 5 börn, sem
auk Sigríðar eru þessi: Soffías er var í Eyjum, en lést af slysförum 1931
þá barn að aldri, Björg ógift í Reykjavík, Guðbjörg í Reykjavík ekkja
Halldórs Agústssonar sem var sjómaður í Vestmannaeyjum. Og Þóra
gift Oskari Matthíassyni útgerðarmanni í Vestmannaeyjum.
Sigurjón Jónsson lést langt um aldur fram árið 1933, en Guðríður
kona hans dó 1956. Þau hvíla bæði í Vestmannaeyjum.
Sigríður Anna Sigurjónsdóttir fór ung í sveit til frændfólks síns undir
Eyjafjöllum á sumrin og var þar svo síðar kaupakona.
Upp úr því kynntist hún Axel Jónssyni frá Stóru-Hildisey, en hann
vann þá við ftsk í Vestmannaeyjum. Þau voru vígð í heilaj ónaband
27. janúar 1940. I fardögum það ár tóku svo ungu hjónin við Iskapnum
af foreldrum Axels í Stóru-Hildisey og bjuggu þar síðan eða til ársins
1978, er þau seldu og fluttust út að Selfossi á Engjaveg 45 og þar stóð
svo heimili þeirra síðan.
Þau Axel og Sigríður eignuðust 4 börn, sem eru: Guðjón lögreglu-
þjónn á Selfossi kvæntur Asdísi Agústsdóttur. Ingigerður í Reykjavík
gift Sigurjóni Einarssyni bílstjóra. Jón iðnverkamaður ógiftur og hefur
alltaf búið hjá foreldrum sínum. Og Erla í Reykjavík gift Birni Schram
verslunarmanni. Barnabörn Sigríðar og Axels eru 11 og barnabarna-
börnin 2.
Það voru ntikil viðbrigði fyrir Sigríði að flytjast úr góðum húsakynn-
um með rafmagni til ljósa í gamlan torfbæ í Landeyjum, er bæði var
vatns- og rafmagnslaus. En þetta stóð þó allt til bóta.
Er Sigríður kom hingað fyrst þekkti hún varla nokkra manneskju hér.
En hún átti alltaf gott með að laga sig að fólki og var tekið alveg sérstak-
léga vel af nágrönnunum og öðrum í sveitinni. Þar skal sérstaklega nefnd
Guðbjörg Jónasdóttir frá Hólmahjáleigu og síðar húsfreyja og eiginkona
Erlendar á Skíðbakka. Guðbjörg hafði verið vertíðarstúlka í Eyjum hjá
foreldrum Sigríðar og tókst þá strax þessi góða og órofa vinátta. Síðan
var Guðbjörg alltaf boðin og búin að hjálpa eins og margir þekkja og
muna vel. Hún var t.d. fyrsta manneskjan sem kom með margvíslega
aðstoð, þegar Sigríður og Axel eignuðust börnin sín.
Sigríður var mikil og góð húsmóðir, hreinlát og snyrtileg í öllu. Hún
var rösk til allra verka og myndarleg og glaðsinna heiðurskona. Einnig
var hún hreinskilin og félagslynd. Hún kunni að skemmta sér svo fallega
164
Goðasteinn