Goðasteinn - 01.09.1991, Page 169
Jónatan Jónasson
Eystra-Fíflholti í Vestur-Landeyjum
Jónatan var fæddur á ættaróðalinu Eystra-Fíflholti í Vestur-Landeyj-
um hinn 22. desember árið 1897. Þann merka og forna þingstað hafði
föðurætt Jónatar.s setið mann fram af manni um aldabil. En foreldrar
Jónatans voru Jónas Pálsson bóndi í Eystra-Fíflholti og kona hans
Sigríður Jónsdóttir frá Heylæk í Fljótshlíð. I Eystra-Fíflholti ólst
Jónatan svo upp og átti heima þar alla sína búskapartíð. Hann átti eina
systur, Pálfríði, sem látin er fyrir allmörgum árum. Jónatan kvæntist
1923 Soffíu Sigurðardóttur fæddri að Klasbarða í Vestur-Landeyjum.
Hún lést 4. mars 1987, 93 ára að aldri. 64 ára hjónaband þeirra var mjög
farsælt og blessunarríkt.
Þau Jónatan og Soffía eignuðust 5 dætur, sem eru: María í Reykjavík,
en hún var lengst heima með foreldrum sínum og þar var hennar aðal-
starf, Jóna Sigríður í Bandaríkjunum, Lilja í Bandaríkjunum, Sigurrós
í Bandaríkjunum og Ingibjörg einnig búsett í Bandaríkjunum. Dætra-
og uppeldisbörn þeirra Jónatans og Soffíu, er þau bjuggu í Eystra-Fífl-
holti eru: Birgir, sem þar var fæddur, og alveg uppalinn og tók við bú-
skapnum, fyrst með afa sínum og síðan algjört eftir hann. Þar ólust þær
svo líka upp: Iris og Astrós.
Þau Jónatan og Soffía voru rómaðar snyrti- og myndarmanneskjur.
Þau voru afar samrýmd og samhent og umgengust alla tíð hvort annað
af ást og virðingu, trúnaði og nærgætni.
Jónatan var bóndi alla sína starfstíð. Hann hófst frá fátækt til þess að
vera vel bjargálna, enda nægjusamur og vinnusamur. Og þar reyndist
honum reglusemin líka vel.
Áður en véltæknin hóf innreið sína í íslenskan landbúnað, sást vel,
hver elju- og atorkumaður hann var. Hann framkvæmdi miklar jarða-
bætur og túnasléttur.
Frá 16 ára aldri stundaði Jónatan sjóinn frá Landeyjasandi og allt fram
að því að slíkir róðrar lögðust af. Hann þótti skemmtilegur sjómaður og
Goðasteinn
167