Goðasteinn - 01.09.1991, Page 182
ná til barna og ungiinga, hafði eins konar sérgáfu á því sviði. Hann var
prýðilega ritfær og fékkst nokkuð við ritstðrf og undirbúning ritverka.
Fyrstu prestsskaparár sín tók sr. Hannes unglinga til kennslu á heimili
sínu. Hann rak einnig nokkurn búskap í Fellsmúla á fyrri árum sínum
þar. Hann kvæntist árið 1974 og var kona hans Guðný Margrét Sveins-
dóttir frá Miðhúsaseli í Fellum. Þau skildu eftir skamma sambúð.
Síðari ár sín í Fellsmúla bjó sr. Hannes einn og sá sjálfur að mestu
um heimilishald. Var heimili hans jafnan fallegt og smekkvíslega búið
og bar vitni um fegurðarskyn hans og snyrtimennsku. Hann var höfðingi
heim að sækja og kunni manna best að gleðja gesti sína með samræðu-
snilld sinni og andlegu fjöri. Hann var snjall ræðumaður bæði í kirkju
og utan og eftirsóttur stjórnandi á mannamótum fyrir skörungsskap,
upplífgandi viðmót og glettni í svörum. Prestsstarfið átti hug hans allan
og allt líf hans mótaðist fyrst og fremst af því. Honum var sú list lagin,
frá hjartans grunni, að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum.
Sóknarbörnum sínum var hann hollur ráðgjafi og skilningsríkur þeim,
sem til hans leituðu í vanda. Þó að hann ætti sjálfur við ýmislegt and-
streymi að etja. fann hann styrk og gleði í trú sinni og í þjónust sinni
í kirkju Krists. Þann aldarþriðjung sem sr. Hannes starfaði í Rangár-
þingi, setti hann svip á mannlíf og menningu í héraðinu. Með honum
er horfinn af sviðinu virtur og vinsæll forystumaður í félags og menn-
ingarmálum og trúr þjónn í kirkjunni.
Sr. Hannes var kvaddur frá Skarðskirkju 1. febr. 1988, en útför hans
var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík degi síðar.
Kristmundur Pétursson
Árgilsstöðum
Kristmundur Pétursson var fæddur í Melshúsum á Alftanesi 12. jan.
1898 og lést 5. mars 1988 á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Foreldrar
hans voru Þórunn Erlendsdóttir, ættuð úr uppsveitum Arnessýslu og
Pétur Lúðvík Marteinsson frá Hliði á Alftanesi. Kristmundur átti 3 hálf-
bræður, sem allir voru látnir á undan honum. Hann ólst upp hjá móður
sinni og fluttist með henni til Bakkatjarðar, N-Múl., þar sem hann átti
heimili fram um þrítugsaldur. Hann fór þá til Reykjavíkur að leita sér
180
Goðasteinn