Goðasteinn - 01.09.1991, Page 185
hans voru hjónin Sigurður Sigurðsson frá Bjálmholti og Borghildur
Þórðardóttir frá Sumarliðabæ. Sigurjón átti 4 systur og lifir ein þeirra
bróður sinn, Ingibjörg Kristín í Bjálmhloti. Einn uppeldisbróður átti
Sigurjón, svo og einn hálfbróður og eru þeir báðir látnir á undan honum.
Sigurjón ólst upp hjá foreldrum sínum í Bjálmholti. Hann stundaði ung-
ur nám hjá sr. Ófeigi Vigfússyni prófasti í Fellsmúla og einn vetur var
hann við nám í Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði. Lagði hann þann grunn
að farsælli og fjölþættri sjálfsmenntun, sem hann jók sífellt við, efldi og
agaði í félagsmála- og foyrstustörfum margs konar sem honum voru fal-
in. Hann var afburðavel máli farinn og víðkunnur fyrir mælsku sína og
oðrsnilld á mannfundum. Það átti einnig þátt í mótun hans og marghliða
reynslu og þroska, að hann réðist á skútu 16 ára að aldri og stundaði
lengi sjó á opnum bátum úr Grindavík og Selvogi og var loks margar
vetrarvertíðir á togurum, einnig eftir að hann hóf búskap.
Sigurjón kvæntist árið 1922 Ágústu Ólafsdóttur frá Austvaðsholti og
hófu þau þá búskp í Kálfholti, á hálfri jörðinni á móti sr. Sveini Ög-
mundssyni. Vorið 1925 tóku þau við allri jörðinni og buggu þar til 1928,
er þau keyptu Raftholt og hófu þar búskap um vorið. Þar stóðu þau fyrir
búi í 38 ár til 1966, en þá létu þau búið í hendur sona sinna og tengdadótt-
ur en dvöldu áfram í skjóli þeirra í Raftholti. Ágústu kona sína missti
Sigurjón árið 1974. Börn þeirra eru 4, tvær dætur og tveir synir.
Sigurjóni í Raftholti voru falin margvísleg störf og mikilvæg, sem
hann gegndi með sómajafnframt búrekstrinum. Hann var í hreppsnefnd
Holtahrepps 1938—1970 og í sýslunefnd Rangárvallasýslu 1942—1970.
í skólanefnd og sóknarnefnd sat hann um áratugi. 1943 var hann skipað-
ur í svokallaða „Sexmannanefnd,” sem lagði grundvöll að verðlagningu
landbúnaðarvara. í stjórn Stéttarsambands bænda var hann frá stofnun
þess 1945 til 1953 og jafnframt fulltrúi í Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins. Hann var flulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda 1945—1956, í
stjórn Búnaðarsambands Suðurlands 1946—1976, Búnaðarþingsfulltrúi
1947—1956 og 1958—1966. Hann var varaþingmaður fyrir Sjálfsætðis-
flokkinn 1942—1959 og sat á Alþingi um tíma árið 1955. Hann var í
stjórn Kf. Þórs á Hellu 1946—1976 og ýmsum fleiri trúnaðarstörfúm
gegndi hann um lengri eða skemmri tíma. Síðast en ekki síst skal talið,
að hann var í stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins 1920—1942. Fyrir
þessi fjölþættu störf hlaut Sigurjón margvíslega viðurkenningu. Var
Goðasteinn
183