Goðasteinn - 01.09.1991, Page 193
uppvaxandi börnum sínum, sem voru sex talsins, fimm synir og ein
dóttir.
Þau hjónin, Margrét og Jóhann, voru samvalin að atorku og lyrir
hyggjusemi í öllum sínum búskap og heimilishaldi og sátu jörð sína með
miklum sóma, svo að öðrum var til fyrirmyndar. Fór allt saman, að þau
bættu og stækkuðu túnin, byggðu upp öll hús og ræktuðu úrvalsbústofn,
og um leið var heimili þeirra og heimilisbragur allur með sérstakri reisn
og sæmdarbrag svo athygli vakti, enda nutu þau hjónin virðingar og
trausts sveitunga sinna og allra sem þeim kynntust. Heimili þeirra bar
vitni þvíbesta í íslenskri sveitamenningu, bæði á verklegu sviði og í iðk-
un og ást á ljóðum og sögum úr samtíð og fortíð.
Móðir Margrétar dvaldist hjá henni til dánardægurs 1961. Einnig átti
skjól hjá henni um 40 ára skeið og til æviloka Steingrímur Vigfússon,
sem var líkamlega fatlaður, en hann lést árið 1978. Mann sinn missti
Margrét árið 1978 og eftir það dvaldist hún hjá syni sínum og tengdadótt-
ir þar í Teigi til síðasta dags.
Margrét í Teigi var mikil hugmanneskja og frábær að dugnaði og at-
orku. Hún hafði yndi af sögum og ljóðum, söngrödd hafði hún góða og
söng alllengi í kirkjukór.
Margrét kenndi sér sjúkleika um 3 mánuðum fyrir andlát sitt, en hafði
fótavist allt fram á síðasta dag.
Utför hennar var gerð frá Breiðabólsstaðarkirkju 1. apríl 1989.
Geirmundur Valtýsson
Seli, A-Landeyjum
Geirmundur Valtýsson var fæddur á Búðarhóli í Austur-Landeyjum
17. jan. 1896 og lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 8. maí 1989. For-
eldrar hans voru hjónin Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Hólmahjáleigu
og Valtýr Brandsson frá Seli. Fluttist Geirmundur með foreldrum sínum
frá Búðarhóli að Seli um aldamótin og ólst þar upp í hópi systkina sinna.
Voru þeir þrír bræður og þrjár systur, en auk þeirra átti hann eina systur,
Goðasteinn
191