Goðasteinn - 01.09.1991, Page 197
inleg og inngróin. Hann var iðjusamur verkmaður, sem lét sér aldrei
verk úr hendi falla.
Guðjón var heilsuhraustur fram á efri ár, en heislu hans tók að hnigna
einkum síðasta árið, sem hann lifði. Síðustu tvo mánuðina dvaldi hann
á sjúkrahúsinu á Selfossi.
Útför hans var gerð frá Ásólfsskálakirkju hinn 24. júní 1989.
Margrét Hreinsdóttir
Hvolsvegi 7, Hvolsvelli
Margrét Hreinsdóttir var fædd í Kvíarholti í Holtahreppi 1. sept. 1909
og lést 7. júlí 1989 á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Foreldrar hennar
voru hjónin Þórunn Sigurðardóttir og Hreinn Þorsteinsson. Var Margrét
yngst 5 barna þeirra, þriggja dætra og tveggja sona. Einnig átti hún einn
hálfbróður. Margrét var á fyrsta ári er hún missti móður sína og ólst hún
síðan upp hjá föður sínum bernskuárin og fram yfir fermingaraldur. Fór
hún þá að vinna fyrir sér hjá öðrum og var fyrst í Meiri-Tungu og víðar,
áður en hún flutti til Hafnarfjarðar. Vann hún þar fyrst við barnagæslu
en síðan á ýmsum stöðum í Hafnarfirði og Reykjavík og einnig fór hún
í nokkur sumur í síldarsöltun til Siglufjarðar.
Árið 1949 réðist hún ráðskona við mötuneyti Kf. Rangæinga í Hvols-
velli og vann við það í 3 ár. Árið 1952 giftist hún Sigurjóni Sigurjóns-
syni bifvélavirkja og reistu þau sér lítið einbýlishús að Hvolsvegi 7, sem
þau fluttu í árið 1955 og bjuggu þar jafnan síðan, að undanteknum 6 ár-
um, 1971—1977, er þau bjuggu á Rauðalæk í Holtum meðan Sigurjón
maður hennar veitti forstöðu bifreiðaverkstæðinu þar.
Þau hjónin Margrét og Sigurjón eignuðust tvo syni og eina dóttur, en
áður hafði Margrét eignast tvær dætur, sem ólust upp hjá móður sinni
og stjúpföður ásamt áðurnefndum börnurn þeirra þremur. Þótt Margrét
hefði ærnu starfi að gegna við umönnum heimilis og uppeldi barna,
vann hún löngum nokkuð utan heimilis, eftir því sem störf féllu til, m.a.
sá hún lengi um ræstingu í félagsheimilinu Hvoli. Margrét vann störf
Goðasteinn
195