Goðasteinn - 01.09.1991, Side 199
reiðaakstur til Hafnarfjarðar en réðist fljótlega sem starfsmaður til Kf.
Hallgeirseyjar, síðar Kf. Rangæinga í Hvolsvelli og ók um langt árabil
bifreiðum félagsins auk annarra starfa, sem honum voru falin.
Árið 1948 kvæntist Sveinn Gunnþórunni Sigurðardóttur og hófu þau
búskap sinn í nýju húsi, sem þau reistu í félagi við aðra fjölskyldu, við
Hvolsveg. Bjuggu þau þar á þriðja tug ára en reistu sér þá nýtt og glæsi-
legt einbýlishús að Öldugerði 15. Þau hjón, Sveinn og Gunnþórunn,
eignuðust tvær dætur og einn son.
Um 1960 hóf Sveinn störf við löggæslu og sjúkraflutninga. Var það
í fyrstu aukastarf við ófullkomnar aðstæður. En 1969 var hann fastráð-
inn, fyrstur manna, sem lögreglumaður á vegum sýslunnar og 1972 sem
ríkislögreglumaður, ásamt öðrum manni, til starfa í Rangárvallasýslu.
Sveinn reyndist mjög farsæll í þessu starfi og naut mikils trausts bæði
yfirmanna sinna og héraðsbúa allra. Var hann einstaklega hjálpsamur
og nærgætinn við alla, oft við erfiðar og viðkvæmar aðstæður, sem
tengjast starfi löggæslu- og sjúkraflutningamanns. Jafnframt störfum
sínum í lögreglunni vann Sveinn um áratugi að slysavarnamálum og var
lengi í forystu fyrir björgunarsveit slysavarnadeildarinnar Dagrenning-
ar. Sveinn lét af störfum í lögreglunni í árslok 1988 eftir nær 30 ára far-
sælan feril og hafði hann gegnt starfi aðalvarðstjóra síðustu árin.
Nokkur síðustu árin fékk Sveinn mikinn áhuga á flugi og stofnaði flug-
klúbb með nokkrum félögum sínum. Keyptu þeir flugvél og reistu flug-
skýli og lauk Sveinn „sólóprófi” í flugi árið 1988, sem mun fremur fátítt
um menn á sjötugsaldri. Sveinn vann einnig að flugmálum á vegum
Flugmálastjórnar ríkisins og var í stjórn Flugklúbbs Selfoss og nágrenn-
is. Hann var einnig í stjórn Lögreglufélags Suðurlands.
Allmörg síðust árin átti hann við vanheilsu að stríða og 1982 gekkst
hann undir hjartaaðgerð í Bandaríkjunum. Um varanlegan bata var þó
ekki um að ræða, en þrátt fyrir það hélt Sveinn sínum björtu viðhorfum
til lífsins og vann störf sín af sömu alúð og áður, eignaðist ný áhugamál
eins og flugið, sem áður er nefnt. Síðustu mánuðina hnignaði nokkuð
heilsu hans og í sinni síðustu ferð var hann að koma úr læknisrannsókn
í Reykjavík. Er hann kom austur í mið Holtin kenndi hann vanlíðunar
og steig út út bíl sínum, en hné þá niður örendur.
Útför hans var gerð frá Breiðabólsstaðarkirkju hinn 29. júlí 1989.
Goðasteinn
197