Goðasteinn - 01.09.1991, Page 200
Ingilaug Teitsdóttir
Tungu, Fljótshlíð
Ingilaug Teitsdóttir var fædd á Grjótá 4. ágúst 1884 og lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands á Selfossi 26. júlí 1989 og vantaði þá rúma viku til að
ná 105 ára aldri. Foreldrar hennar voru hjónin Teitur Oiafsson frá Teigi
og Sigurlaug Sveinsdóttir frá Lambalæk, sem Iengu bjuggu á Grjótá og
komu þar upp 4 börnum sínum, en 2 misstu þau ung að árum. Voru það
þrjár dætur og einn sonur er upp komust og var Ingilaug yngst þessara
systkina. Hún ólst upp með foreldrum sínum og systkinum á Grjótá við
iðjusemi í daglegum störfum og við uppsprettur fróðleiks, kveðskapar
og sagna, sem eldri kynslóðin miðlaði hinni yngri. Varð þetta Ingilaugu
notadrjúgur skóli, enda var hún með afbrigðum næm og minnug og
fróðleiksfús.
Arið 1907 giftist Ingilaug, þá 23 ára, Guðjóni Jónssyni bónda í Tungu,
sem þar hafði tekið við búi aldamótaárið 1900. Bjuggu þau snyrtilegu
og gagnsömu búi í Tungu í 35 ár. Var heimili þeirra rómað fyrir myndar-
skap og smekkvísi í öllum hlutum. Höfðu þau þó þurft að takast á við
mikla erfiðleika snemma búskapar síns, er bær þeirra hrundi í jarð-
skjálfta og fólk bjargaðist nauðulega úr rústunum. Þau réðust þá í það
stórvirki að flytja bæinn og byggja öll hús upp á nýjum stað.
Þau Ingilaug og Guðjón eignuðust þrjár dætur og einn son. Þau tóku
og börn í fóstur um lengri eða skemmri tíma til þess að létta bágar ástæð-
ur fjölskyldna þeirra. Vandfundið mun þeim hafa verið betra skjól en
hjá Ingilaugu í Tungu.
A heimilinu í Tungu var víður verkahringur. Þau hjónin voru mjög
virk í félagsmálum sveitarinnar og framfarasinnuð og fjölhæf í verkum
sínum. Guðjón var hagur vel og smíðaði margt fyrir aðra og Ingilaug
var listfeng hannyrðakona. Tóvinna lék henni í höndum og hún prjónaði
mikið, bæði fyrir eigið heimili og aðra. Auk þess óf hún mikið, bæði
venjulega dúka, salún, teppi og borðdregla og var öll hennar vinna orð-
lögð fyrir listrænt og fallegt handbragð. Þau komu sér einnig upp af-
198
Goðasteinn