Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 201
kastamikilli spunavél og komu margir víða að, til að fá spunnið band í
henni.
Mikil þjónusta var einatt veitt gestum og gangandi í Tungu, enda voru
þau hjón, Ingilaug og Guðjón, mjög samhuga og samhent í gestrisni og
góðum viðurgerningi, bæði til Iíkams og sálar, og höfðu unun af að ræða
við gesti sína, fræðast og miðla fróðleik af nægtabrunni sínum. Og
margir voru þeir, sem áttu erindi að Tungu eða komu þar við, eins og
leiðir lágu á þeim tíma.
Ingilaug var ein af stofnendum Kvenfélags Fljótshlíðar, var lengi í
stjórn þess og oft fulltrúi þess á aðalfundum Sambands sunnlenskra
kvenna. Hún var kjörin heiðursfélagi Kvenfélags Fljótshlíðar árið 1974.
Hún var ráðholl og vinföst, mannglögg með afbrigðum, ættfróð og
margvís, söngelsk og kunni ógrynni af lögum og ljóðum, kveðskap, sög-
um og sögnum.
Árið 1942 létu þau hjónin af búskap og fengu jörð og bú í hendur sonar
síns og tengdadóttur. Guðjón mann sinn missti Ingilaug árið 1952 og eft-
ir það bjó hún í skjóli sonar síns og tengdadóttur meðan heilsa entist.
Um níræðisaldur hafði heilsu hennar hnignað svo, að hún var flutt á
sjúkrahúsið á Selfosi, þar sem hún dvaldist síðan til æviloka. Síðustu ár-
in var hún elst kvenna á landinu.
Útför hennar var gerð frá Breiðabólsstaðarkirkju hinn 4. ágúst 1989
á 105. afmælisdegi hennar.
Haraldur Gíslason
frá Múlakoti, Fljótshlíð
Haraldur Gíslason var fæddur í Múlakoti 24. aprfl 1907 og lést á
Landakotsspítala í Reykjavík 24. nóv. 1989. Foreldrar hans voru hjónin
Gísli Þórðarson frá Ormskoti og Guðleif Kristjánsdóttir frá Auraseli.
Haraldur var elstur sex systkina, fjögurra systra og tveggja bræðra. Auk
þess átti Haraldur einn hálfbróður.
Fjölskyldan fluttist til Vestmannaeyja árið 1910 og þar ólst Haraldur
Goðasteinn
199