Goðasteinn - 01.09.1991, Page 205
í Vestur-Landeyjum, Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru: Guð-
mundur Guðmundsson og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir, búendur
að Vestra-Fíflholti.
Móðir Oskars lést þá er hann var ungur að árum og ólst hann því upp
ásamt bróður sínum, sem nú er látinn og fóstursystur hjá föður sínum
og stjúpmóðir.
Vann Oskar að búi föður síns um allmargra árabil. Ennfremur var
hann allmargar vertíðir í Vestmannaeyjum.
Óskar kvæntist 1. júlí 1944 Ingibjörgu Jónsdóttur frá Miðkoti í Vest-
ur-Landeyjum og lifir hún mann sinn. Einkadóttir þeirra, Guðrún, er
gift Gunnari Marmundssyni. Ennfremur gekk Óskar syni Ingibjargar,
Róbert Brimdal í föðurstað.
Arið 1944 tóku þau Óskar og Ingibjörg við búi föður hans að
Vestra-Fíflholti og bjuggu þar með hefðbundnum sveitabúskap til 1974,
en þá lluttu þau að Hvolsvegi 27, Hvolsvelli.
Óskar var einn af stofnendum Kirkjukórs Akureyjarkirkju og söng í
honum um hartnær fjörutíu ára bil. A Hvolsvelli stundaði Óskar talsvert
byggingarvinnu.
Óskar Guðmundsson lést 23. maí 1987 á Sjúkrahúsi Suðurlands, Sel-
fossi. Útför hans var gerð frá Akureyjarkirkju í Bergþórshvolspresta-
kalli 30. maí 1987.
Jean Jóhann De Fontenay
Útgörðum, Hvolhreppi
Jean Jóhann le Sage de Fontenay (áður Jóhann Játv. Franksson) var
fæddur 12. júní 1929 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru: Frank le Sage de Fontenay, þáverandi sendiherra
Dana á íslandi og Guðrún Eiríksdóttir, járnsmiðs í Reykjavík, Bjarna-
sonar. Eru þau bæði látin.
Jean Jóhann átti einn albróður, Erik, sem er látinn. Hálfsystkini hans
eru: Birgir Möller og Margrét, bæði búsett hér á landi, Vibeke og Elisa-
bet, báðar búsettar í Danmörku.
Goðasteinn
203