Goðasteinn - 01.09.1991, Page 210
Þeim Guðrúnu og Þorsteini varð alls tólf barna auðið og létust þrjú
þeirra í frumbernsku. Þorsteinn Tyrfingsson lést síðla árs 1973, en 1961
höfðu þau misst elsta son sinn, Stein. Árið 1985 lést svo Bjarnhéðinn,
sonur þeirra.
Guðrún dvaldist á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu frá stofnun þess 1977
og varð hún fyrsti vistmaður þar.
Guðrún Pálsdóttir lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 7. maí 1988. Utför
hennar var gerð frá Oddakirkju 21. maí 1988.
Guðbjörg Daníella Jónsdóttir
Dvalarheimilinu Lundi, Hellu
Guðbjörg Daníella Jónsdóttir var fædd 2. september 1905 að Þinghóli
í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Guðbjörg Guðnadóttir. Fjögur
alsystkin Daníellu dóu ung, öll áður en hún fæddist og báðar hálfsystur
hennar eru látnar. Og bróðir hennar, Halldór Páll lést síðla árs 1965.
Á unga aldri fluttist Guðbjörg Daníella með foreldrum sínum að
Mið-Moshvoli í Hvolhreppi. Þegar Halldór bróðir hennar hóf ásamt
eiginkonu sinni Jónínu Guðjónsdóttur búskap að Króktúni í Hvol-
hreppi, fluttist Daníella þangað.
Þegar Jónína lést 1954 varð Daníella ráðskona (bústýra) hjá Halldóri
bróður sínum til æviloka hans. Hjá þeirn Daníellu og Halldóri hafði
dvalið dóttursonur Halldórs, Reynir Daníel Gunnarsson, um margraára
bil.
Eftir lát Halldórs, fermingarár Daníels 1966, fluttust hann og Daníella
alfarin frá Króktúni til foreldra hans að Ægissíðu 3 í Djúpárhreppi. Það-
an fluttist Daníella til Jórunnar Magnúsdóttur á Hellu og svo loks að
Dvalarheimilinu Lundi, Hellu árið 1982. Þar var hún svo vistmaður til
æviloka.
Daníella fékkst um sína daga töluvert við hannyrðir. Hún var alla tíð
ógift. Daníella lést á Landspítalanum í Reykjavík 30. ágúst 1988. Utlör
hennar var gerð frá Stórólfshvolskirkju 10. sept. 1988.
208
Goðasteinn