Goðasteinn - 01.09.1991, Page 215
þeirra voru 7, Friðrik, Ólafur, Margrét, Egill og Friðsemd. Hin tvö
börnin voru þríburasystkini Margrétar sem dóu nýfædd. Systkinin 5 ól-
ust upp í Hávarðarkoti og svo í Miðkoti en þangað tluttust Málfríður og
Friðrik árið 1912 og bjuggu þar síðan.
Egill fór ungur til sjós frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Hann
giftist 14. desember 1924 Friðbjörgu Helgadóttur í Skarði. Þau tóku við
búi þar af foreldrum Friðbjargar. Heimilið var hlýlegt og gestrisið og
margt fólk tengdist því sterkum böndum. Börn Egils og Friðbjargar
voru 3, Unnur, Málfríður Fanney og Helgi Unnar. Unnur dó lítið barn.
Fanney er gift Gretti Jóhannessyni, kona Helga er Guðríður Magnús-
dóttir.
Fanney og Grettir hófu búskap með Agli og Friðbjörgu árið 1955 og
bjuggu með þeim uns Friðbjörg dó 27. október 1979. Egill var afar vel
skapi farinn og vilviljaður. Með ró sinni og hlýlegri kímni gat hann sagt
margt hvað, sem öðrum þýddi ekki að segja, hann gat sagt fólki sann-
leikann án þess það reiddist honum. Hann var ánægður með kjör sín og
kærði sig ekki um meira en hann átti. Hann var mikill kirkjumaður, söng
í kirkjukórnum í Þykkvabæ í meira en 70 ár og var formaður kórsins
til dauðadags. Hann var líka hringjari kirkjunnar. Hann sá um að kynda
gömlu kirkjuna og var þar oft einn við það löngum stundum fyrir messur
svo að fólki mætti líða vel í messunni. Fanney og Grettir fluttu úr Skarði
eftir að Egill dó en Skarð er sem fyrr í góðum höndum. Egill dó 27.
febrúar 1987.
S
Olafía Hrefna Sigurþórsdóttir
á Efri-Rauðalæk
Ólafía Hrefna Sigurþórsdóttir fæddist 11. desember 1907 í Meiri
Tungu. Móðir hennar var Guðrún Ólafsdóttir og faðir hennar Sigurþór
Ólafsson. Ólafía ólst upp hjá móður sinni hér í Rangárvallasýslu. Þær
mæðgur voru nær alltaf saman, íyrst var Ólafía, sem oftast var kölluð
Lóa, hjá mömmu sinni, svo var móðir hennar hjá henni. Hálfsystkini
Goðasteinn
213