Goðasteinn - 01.09.1991, Page 216
Ólafíu samfeðra eru Magdalena, Valgerður, Margrét, Ólafía og
Sigurður.
A unga aldri fór Ólafía til mennta á Hallormsstað og lærði þar meðal
annars að vefa. Hannyrðir léku í höndum hennar, hún prjónaði þegar
hún sótti kýrnar eða gekk milli bæja og þegar hún sat við prjónaskap
las hún um leið. Lengstan hluta lífs síns var Ólafía húsfreyja á Efri
Rauðalæk í Holtum. Maður hennar var Haraldur Halldórsson. Börn
þeirra voru sjö. Tvær elstu dæturnar dóu í fæðingu en hin eru: Sigrún,
Runólfur, Valur. Halldór og Helgi. Maður Sigrúnar er Eiríkur Sigur-
jónsson, kona Rúnars Elsie Júníusdóttir, kona Vals Sigrún Bjarnadóttir,
kona Halldórs Aðalheiður Sigurgrímsdóttir og kona Helga Unnur Hró-
bjartsdóttir. Ólafía og Haralduráttu líka þrjá uppeldissyni, sem dvöldust
hjá þeim um árabil: Gunnar Má Torfason, Vilhjálm Valdimarsson og
Þór Ostensen.
Heimilið á Efri Rauðalæk var umfangsmikið og fólk sífellt að koma
til að hitta annað hvort hjónanna. Haraldur þurfti oft að fara af bæ til
að sinna ábyrgðarstörfum og ábyrgðarstörfin heima við hvíldu því tíðum
á Ólafíu. Hún stjórnaði þeim og vann sjálf með vinnufólki sínu og börn-
um. Vinnusemin var henni eðlileg og nauðsynleg og verkstjórnin svo
mild að fólk naut starfanna. Allir þessir eiginleikar í fari hennar nutu
sín vel eftir að þau Haraldur fluttu að Dvalarheimilinu Lundi. Hún var
heimilisfólki þar stoð og vinur. Hún var trúuð kona og styrkti aðra með
kristinni lífsskoðun sinni. Ólafía andaðist 12. janúar 1988, skömmueftir
áttræðisafmæli sitt.
✓
Astrós Guðmundsdóttir,
Vatnskoti
Ástrós Guðmundsdóttir fæddist 2. mars 1915 á Brúarsporði á Sól-
mundarhöfða við Akranes. Þar ólst hún upp en fluttist svo á Akranes.
Foreldrar hennar voru Ágústa Björnsdóttir og Guðmundur Narfason.
Hún var næst yngst í stórum systkinahópi. Ástrós missti föður sinn 8 ára
gömul en mamma hennar hélt heimilinu santan af myndarbrag. Ástrós
var í vist á Akranesi og í Reykjavík og réðst ung í vist í Hábæ í Þykkva-
bæ. Þar kynntist hún manni sínum Ólaft Sigurðssyni frá Háarima. Hann
214
Goðasteinn