Goðasteinn - 01.09.1991, Page 218
héðins og Framsóknarflokksins. Fjölmargir fundir voru haldnir þar,
námskeið, fyrirlestrar og margs konar samkomur og Skarphéðinn
gekkst þar fyrir íþróttamótum, Þjórsármótum, um áratuga skeið. í Ása-
hreppi starfaði Ungmennafélag Ásahrepps. Eiríkur lagði því lið sitt af
dugnaði og kærleika og tók þátt í margvíslegu starfi þess, umræðufund-
um, söng, leikstarfsemi, samkomum og skemmtiferðum. Hann stóð
framarlega í byggingu félagsheimilis ungmennafélagsins í Ási og var
gjaldkeri félagsins í 20 ár. Eiríkur söng í kirkjukór kirkju sinnar, Kálf-
holtskirkju, frá byrjun og var mikill kirkjumaður.
Eiríkur tók við búi af foreldrum sínum þegar aldur færðist yfir þau,
ræktaði jörðina og byggði hana upp af stórhug með hjáp systkina sinna.
Hann var í hreppsnefnd frá 1954—1978 og oddviti 1956—58 og varð
deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands eftir föður sinn 1965. Hann varð
hreppstjóri frá 1966—1984, annaðist umboð Samvinnutrygginga, var
umboðsmaður skattstjóra og annaðist fasteignamat. Hann átti mörg
áhugamál, m.a. söguritun og trjárækt. Guðrún systir hans hélt með hon-
um heimili í mörg ár en heimili þeirra var samastaður fjölskyldunnar,
hlýtt og gestrisið svo sem það hafði verið í æsku þeirra. Eiríkur var
bráðkvaddur mitt í störfum sínum hinn 31. ágúst 1988.
4
Óskar Sigurðsson
í Hábæ
Oskar Sigurðsson fæddist í Hábæ, Þykkvabæ 13. október 1906. For-
eldrar hans voru Sesselja Ólafsdóttir frá Hávarðarkoti og Sigurður
Ólafsson frá Hábæ. Eldri bróðir Óskars var Ólafur hreppstjóri í Þykkva-
bæ tíu árum eldri en Óskar. Á milli þeirra bræðra var annar Óskar, sem
dó ungur og tvíburasystir Óskars dó í fæðingu. Óskar mótaðist af um-
svifamiklu heimili foreldra sinna og menningu og atvinnu Þykkvabæjar.
Þykkbæingar stofnuðu barnaskóla árið 1892 en hann stóð í Hábæ. Ung-
mennafélagið Framtíðin var ungt félag í Þykkvabæ þegar Óskar gekk
í það. Það byggði hús yfir starf sitt og hafði meðal annars mikla leikslist-
216
Goðasteinn