Goðasteinn - 01.09.1991, Page 219
arstarfsemi á sínum snærum. Óskar tók þátt í því starfi og sagði frá því af
mikilli snilld. Óskar fór ungur á vertíðir til Vestmannaeyja og sjórinn
heillaði hann. Hann réri líka á opnum bátum frá Þykkvabæ. A unglings-
árum hans var lokið við að stífla Djúpós og faðir hans var meðal forystu-
manna verksins. Þá komu ný lönd upp úr vötnunum og Óskar var meðal
hinna fyrstu, sem hófu kartöfluræktun í Þykkvbæ. Hann keypti fyrstu
upptökuvélina í Þykkvabæ með Jóni Guðmundssyni í Norður Nýjabæ.
Óskar giftist árið 1930 Steinunni Sigurðardóttur frá Innra-Hólmi á
Akranesi. Þau hófu búskap í Hábæ, en fluttust síðar í Jaðar. Þau eignuð-
ust 5 dætur: Halldóru, Jónu Bitru, Sigurlín Sesselju og Ragnhildi og
yngstu dótturina, sem dó í fæðingu. Steinunn dó við fæðingu þessarar
yngstu dóttur sinnar, árið 1940. Óskar hélt heimili með dætrum sínum
en Ragnhildur fór til Jónínu móðursystur sinnar í Miðkoti og Friðriks
manns hennar. Tveimur árum síðar kom Ágústa Árnadóttir frá Vest-
mannaeyjum til ráðskonustarfa til Óskars og með henni Elsa dóttir
hennar. Seinna kom önnur lítil stúlka á heimilið, Margrét Hólmfríður
Júlíusdóttir, og ólst þar upp til fermingaraldurs. Þau Óskar og Ágústa
fluttu að Hábæ 1943 og bjuggu þar til síðustu ára er þau fluttu að Dvalar-
heimilinu Lundi á Hellu. Óskar dó á sjúkrahúsinu á Selfossi 25.
september 1988.
Borghildur Tómasdóttir,
Brekku, Þykkvabæ
Borghildur Tómasdóttir fæddist 17. nóvember 1907. Foreldrar hennar
voru Guðríður Ingimundardóttir og Tómas Þórðarson. Þau bjuggu á
Stóra-Hofi á Rangárvöllum en fluttu síðar að Hamrahól í Ásahreppi.
Borghildur var elst barna þeirra. Yngri systkinin voru Ragnheiður, Guð-
ný Rósa, Guðrún og Sigríður, Þórður og Sigurður. Guðríður dó frá
börnum sínum ungum og systkinin dreiföust til ættingja og vina. Borg-
hildur fór til föðurbróður síns, Brynjólfs á Gelti og Sigríðar konu hans.
Heimili þeirra var menningarheimili og Borghildur fékk þar gott lífs-
nesti. Tæplega tvítug fór hún aftur til föður síns og konu hans Jórunnar
Goðasteinn
217