Goðasteinn - 01.09.1991, Page 220
Ólafsdóttur. Börn þeirra, hálfsystkini Borghildar. eru Guðjón og
Guðrún.
Borghildur vann á heimilum í Rangárvallasýslu og Reykjavík og
tryggðir, sem þá sköpuðust með henni og því fólki, héldust ævilangt.
17. október 1936 giftist Borghildur Runólfi Þorsteinssyni í Brekku í
Þykkvabæ. Hún kom í Brekku til hans og Katrínar móður hans og Katrín
bjó hjá þeim til æviloka. Börn Borghildar og Runólfs voru fjögur: Sverr-
ir, Þóra Kristín, Guðmundur sem dó í æsku, og Fjóla. Kona Sverris er
Björg Sveinsdóttir, Þóra Kristín er gift Ágústi Helgasyni en þau búa með
Runólfi í Brekku, maður Fjólu er Kristinn Guðnason í Skarði á Landi.
Borghildur var fínleg kona og mild í framkomu. Hún stjórnaði mann-
mörgu heimili, mörg hin síðari ár með Þóru Kristínu. Það var jafnan
samastaður margra kynslóða og svo er enn í anda þeirra hlýju og um-
hyggjusemi, sem Borghildur bar fyrir fólki sínu. Hún mat mikils granna
sína, sem bjuggu svo sem á sama bæjarhlaði í þá hálfu öld, sem Borg-
hildur bjó í Þykkvabæ. Hún var einn stofnenda Kvenfélagsins Sigurvon-
ar og heiðursfélagi þess. Borghildur naut heimilis síns fram til síðustu
daga ævi sinnar. Hún dvaldist um tveggja mánaða skeið á Sjúkráhúsi
Suðurlands við góða umhyggju og andaðist þar hinn 2. nóvember 1988.
Jóna Salvör Bjarnadóttir,
Meiri Tungu
Jóna Salvör Bjarnadóttir fæddist í Meiri Tungu 26. janúar 1915. For-
eldrar hennar voru Þórdís Þórðardóttir og Bjarni Jónsson. Þau eignuð-
ust sex börn. Elsta barnið Þórður dó á fýrsta ári en næsta barn hlaut líka
nafnið Þórður og varð einn forystumanna Rangárvallasýslu. Þriðja
barnið var Jón. þá Jóna, Kristín og Valtýr. Jón dó á fimmta ári og Jóna
var skírð við kistu hans. Sigríður Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur
frá Fosshól var uppeldissystir þeirra. Þórður lést árið 1980, Valtýr 1983
og Sigríður 1986.
Jóna ólst upp við glaðlega athafnasemi í Meiri Tungu. Þar var þríbýli
218
Goðasteinn