Goðasteinn - 01.09.1991, Page 222
Kona Þorsteins var Þuríður Magnússína Jónsdóttir í Snjallsteins-
höfða. Þau giftust hinn 22. janúar 1946 og eignuðust 2 börn, Jón og
Vigdísi. Vigdís er gift Birni Guðjónssyni. Þau búa öll að Syðri Hömr-
um. Fleiri börn ólust upp hjá Þorsteini og Magnússínu. Sölvi Magnús-
son kom til þeirra vandalaus en varð sem sonur þeirra og fjölskylda hans
á þar annað heimili sitt.
Þorsteinn var afkastamaður við búskapinn. fór snemma til starfa um
sláttinn og hafði lokið miklu verki þegar aðrir kontu á fætur. Hann hafði
svo mikla gleði af vinnu sinni að þau, sem unnu með honum, fylltust
jafnan starfsgleði líka. Hamrahóll, Húsar og Syðri Hamrar stóðu þétt
saman og á Syðri Hömrum var tvíbýli. Mörg börn voru á bæjunum og
kaupafólk, fjölmenni á hverjum bæ og mikill daglegur samgangur. Fólk
hjálpaði hvert öðru þegar þurfti og á kvöldin var oft farið milli bæja og
spilað á spil.
Þorsteinn og Magnússína brugðu búi 1974 en börn þeirra og tengda-
sonur tóku við. Magnússína andaðist 1975. Dagleg umgengni þeirra
hjóna einkenndist jafnan af hlýju og ljúfmennsku. Þorsteinn las mikið
og keypti mikið af bókum, kunni margar vísur, hafði yndi af ferðalög-
um. Hann var heilsuhraustur og fór í fyrsta sinn á spítala rúmum tveim-
ur mánuðum áður en hann dó. Hann dó hinn 7. apríl 1989.
Ragnheiður Tómasdóttir,
Ragnheiður Tómasdóttir fæddist 5. maí 1910. Foreldrar hennar voru
Guðríður Ingimundardóttirog Tómas Þórðarson. Elsta systir Ragnheið-
ar var Borghildur Tómasdóttir í Brekku í Þykkvabæ, sem hér er og getið
í þessu riti, en hún lést 1988. Hin systkinin eru Guðný Rósa, Guðrún,
Sigríður, Þórður og Sigurður. Þau misstu móður sína ung en faðir þeirra
giftist aftur Jórunni Ólafsdóttur og þau eignuðust tvö börn, Guðjón og
Guðrúnu.
Ragnheiður vann ung á ýmsum góðum heimilum. Hún vann líka í fiski
220
Goðasteinn