Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 224
stöðvarkerfi víða í hús í sýslunni. Hann átti vörubíla og vann á þeim við
vegagerð og flutti vörur fyrir bændur um áratugaskeið.
Kristinn var trúmaður og innrætti börnum sínum kristna trú. Hann
hvatti þau til að nýta tímann vel og lagði á ráðin um hvernig honum væri
best varið. Börn Kristins og Þórunnar eru: Sigríður, hjúkrunarfræðing-
ur, sem býr í Sviss, gift Oskari Dittli. Jón, læknir í Reykjavík, giftur
Kristrúnu Benediktsdóttur, Arni, líffræðingur og bóndi í Borgarholti,
Guðjón doktor í dýralækningum í Þýskalandi, giftur Elke Osterkamp,
og Vilbergur jarðeðlisfræðingur í Reykjavík, giftur Jóhönnu Arnleifi
Gunnarsdóttur.
Kristinn andaðist 12. nóvember 1989.
Sigríður Sigurðardóttir
í Unhól
Sigríður Sigurðardóttir var fædd í Þúfu í Landeyjum 17. mars 1901.
Foreldrar hennar voru Guðlinna Sveinsdóttir frá Vatnskoti og Sigurður
Guðnason frá Ytra-Hól í Landeyjum. Þau fluttu úr Landeyjum í Þykkva-
bæ þegar Sigríður var þriggja ára og bjuggu í Háa-Rima. Sigríður var
elst barna þeirra en þau systkinin voru tíu: Guðni, Þorbjörg, Sveinn,
Sigríður, Vigdís, Olafúr, Jónína, Margrét, Lilja og Bára.
Vorið 1924 fluttist Sigríður í Unhól og hinn 11. janúar 1925 giftist hún
Pálmari Jónssyni í Unhól. Þau bjuggu þar jafnan síðan og eignuðust
fjögur börn, Sigurfinnu, Kristjón, Láru og Unu. Pálmar dó 1971.
Sigríður stóð um langan tíma í forystu fyrir mannmörgu heimili. Hún
hafði oft orð á því hve mikið yndi hún hafði af heimili sínu og sveit sinni
Þykkvabæ. Hún talaði um gleðina yfir því að vakna snemma á sumar-
morgnum og ganga út í grængresið sveipað morgundögginni áður en
hún hóf hin margvíslegu störf dagsins. Og gleði þess að ganga út á hlað-
ið á miðjum degi mitt í annríkinu. Þá fann hún traustið og hlýjuna af
að búa með góðu fólki í góðri sveit.
Sigríður var trúuð kona og trú hennar styrkti hana bæði í annríki
222
Goðasteinn